Innlent

Elding slær út Grindavík

Eldingu sem sló niður í tengivirki við stjórnstöð Hitaveitu Suðurnesja í Grindavík varð þess valdandi að rafmagnslaust varð í bænum um hálft tíu leytið í gær. Einn íbúi Grindavíkur sagði að miklar sprengingar hafi orðið þegar eldingunni laust niður. Tæpum klukkutíma síðar var rafmagn komið á einn hluta bæjarins, og var allt rafmagn komið á nokkru síðar. Óvenjumikið hefur verið um eldingar sunnan af landinu undanfarna daga. Að sögn Þórðar Arasonar, jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands er það vegna óstöðugs lofts. Hann segir Ísland vera það norðanlega að það er algengar að hér séu eldingar að vetri en sumri. Eldingar verði þegar kalda loftið sem kemur frá norður Kanada og hlýrra Atlantshafið veldu óstöðugleika. Hægt er að sjá kort yfir hvar eldingum hefur slegið niður síðustu vikuna á vedur.is/athuganir/eldingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×