Skynsamlegt útspil 10. desember 2004 00:01 "Á því þingi sem nú fer í hönd þarf að hefja sameiginlegt starf allra flokka að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í því starfi þarf að tryggja að löggjafarstarf Alþingis geti gengið fram með eðlilegum hætti, en einnig að tryggja lýðræðislegan rétt almennings til að fá fram atkvæðagreiðslur um mál sem miklu skipta. Þá þarf að skýra betur hlutverk forseta, Alþingis og ríkisstjórnar í stjórnskipuninni." Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ræðu sinni í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í vikunni í tilefni af lokum heimastjórnarafmælis. Í tengslum við ákvörðun forsetans um að virkja málskotsrétt sinn hafa einmitt komið fram brýnar spurningar um stjórnskipun landsins og sjálft eðli þess lýðræðiskerfis sem við búum við. Samstarfsmenn Halldórs úr röðum sjálfstæðismanna gengu nokkuð langt sl. sumar í að skilgreina ákvörðun forsetans sem aðför að þingræðinu, grundvelli stjórnskipunar landsins og hinu lýðræðislega kerfi. Forusta Framsóknarflokks var á svipuðum slóðum – þó svo að sannfæringin hafi ef til vill ekki verið eins heit. Mjög stór hluti þjóðarinnar hins vegar taldi að það væru þvert á móti viðbrögð ríkisstjórnarinnar og meirihlutans á Alþingi sem ógnuðu stjórnarskrá, grundvelli stjórnskipunarinnar og hinu lýðræðislega kerfi. Það er því ánægjulegt að í ræðu sinni kýs forsætisráðherra að orða þessa hluti af hlutlægni og í sáttatón – hann bendir á að skýra þurfi betur hlutverk forseta, Alþingis og ríkisstjórnar í stjórnskipuninni – án þess að draga fram sérstaklega þá afstöðu sem hann og stjórnarmeirihlutinn tíundaði af kappi í sumar. Málið snýst vitaskuld ekki einvörðungu um valdsvið forsetans, eða valdsvið Alþingis, eða valdsvið ríkisstjórnar. Málið snýst um samspil þessara stofnana, enda hafa ekki síður verið viðraðar áhyggjur af samskiptum ríkisstjórna og Alþingis en af samskipum Alþingis og forsetaembættisins eða ríkisstjórnar og forsetaembættisins. Raunar eru samskipti ríkisstjórnarinnar og Alþingis um margt raunverulegra vandamál en samskipti Alþingis og forsetans, og sífellt eru að koma upp dæmi þar sem Alþingi virðist ekki spurt eða þá að það tekur sjálfkrafa við fyrirmælum beint frá ríkistjórninni. Eitt af mörgum slíkum dæmum er nýleg ákvörðun um að taka Mannréttindaskrifstofu Íslands af fjárlögum og gera henni að sækja fjárveitingar beint til ráðuneyta. Fjárlaganefndarmenn sögðust einfaldlega vera að framfylgja óskum framkvæmdavaldsins og virðist ekki einu sinni hafa dottið í hug að spyrja eftir ástæðum breytingarinnar. Efnisleg rök hafa einfaldlega ekki komið fram. Skrifstofutæknileg rök um hvað eigi að teljast sem sérstakir fjárlagaliðir og hvað ekki eru einfaldlega ekki boðleg í þessu sambandi. Og kannski er það þögnin sem er uggvænlegust. Eftir stendur hrollvekjandi grunur um að hugsanleg skýring sé sú að verið sé að refsa Mannréttindaskrifstofunni fyrir neikvæða umsögn um sum stjórnarfrumvörp á umliðnum misserum. Það léttir ekki þá þungu þanka, að þeir sem benda á þetta sem hugsanlega skýringu eru ekki pólitískir flokkshestar sem grípa til stóryrða í dægurkarpi og heitum umræðum. Þvert á móti eru þetta grandvarir og alþjóðlega virtir og viðurkenndir fræðimenn og mannréttindafrömuðir, sem engin flokkspólitísk tengsl hafa svo vitað sé. En eins og Halldór Ásgrímsson sagði, "þá þarf að skýra betur hlutverk forseta, Alþingis og ríkisstjórnar í stjórnskipuninni." Það er hverju orði sannara. Forsætisráðherra tilkynnti í fyrrnefndri ræðu sinni um stofnun tveggja nefnda til þessarar endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Annars vegar pólitískrar nefndar skipaðrar fulltrúum flokkanna í hlutfalli við styrkleika þeirra á þingi og hins vegar sérfræðinganefndar til að starfa með og samhliða pólitísku nefndinni. Þetta er skynsamlegt fyrirkomulag og slær á þá tortryggni, sem verið hefur gagnvart ríkisstjórninni síðan í sumar. Sérstaklega vekur það athygli að forsætisráðherra hefur sett Eirík Tómasson lagaprófessor yfir sérfræðinganefndina, en Eiríkur var sem kunnugt er mjög efins um margar hugmyndir ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu. Hvað sem annars líður grunsemdum um að mönnum og stofnunum sé refsað fyrir andstöðu við stjórnvöld, þá gildir það greinilega ekki um formennskuna í sérfræðinganefndinni. Halldór Ásgrímsson sýnir með þessu stjórnarskrárútspili sínu öllu - bæði hvernig hann heldur á málinu og orðalaginu sem hann notar - að honum er mikið í mun að þetta starf takist vel. Öll efni eru enda til að svo geti orðið. Ástæða er til að taka undir með Guðmundi Magnússyni, sem stakk upp á því í leiðara hér í blaðinu í fyrradag að þetta tækifæri yrði nýtt til sem víðtækastrar þjóðarsáttar og almenningi gert kleift að koma ábendingum á framfæri við stjórnarskrárnefndirnar, sem störfuðu þá að einhverju leyti fyrir opnum tjöldum. Þetta mál kemur okkur öllum við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun
"Á því þingi sem nú fer í hönd þarf að hefja sameiginlegt starf allra flokka að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í því starfi þarf að tryggja að löggjafarstarf Alþingis geti gengið fram með eðlilegum hætti, en einnig að tryggja lýðræðislegan rétt almennings til að fá fram atkvæðagreiðslur um mál sem miklu skipta. Þá þarf að skýra betur hlutverk forseta, Alþingis og ríkisstjórnar í stjórnskipuninni." Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í ræðu sinni í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í vikunni í tilefni af lokum heimastjórnarafmælis. Í tengslum við ákvörðun forsetans um að virkja málskotsrétt sinn hafa einmitt komið fram brýnar spurningar um stjórnskipun landsins og sjálft eðli þess lýðræðiskerfis sem við búum við. Samstarfsmenn Halldórs úr röðum sjálfstæðismanna gengu nokkuð langt sl. sumar í að skilgreina ákvörðun forsetans sem aðför að þingræðinu, grundvelli stjórnskipunar landsins og hinu lýðræðislega kerfi. Forusta Framsóknarflokks var á svipuðum slóðum – þó svo að sannfæringin hafi ef til vill ekki verið eins heit. Mjög stór hluti þjóðarinnar hins vegar taldi að það væru þvert á móti viðbrögð ríkisstjórnarinnar og meirihlutans á Alþingi sem ógnuðu stjórnarskrá, grundvelli stjórnskipunarinnar og hinu lýðræðislega kerfi. Það er því ánægjulegt að í ræðu sinni kýs forsætisráðherra að orða þessa hluti af hlutlægni og í sáttatón – hann bendir á að skýra þurfi betur hlutverk forseta, Alþingis og ríkisstjórnar í stjórnskipuninni – án þess að draga fram sérstaklega þá afstöðu sem hann og stjórnarmeirihlutinn tíundaði af kappi í sumar. Málið snýst vitaskuld ekki einvörðungu um valdsvið forsetans, eða valdsvið Alþingis, eða valdsvið ríkisstjórnar. Málið snýst um samspil þessara stofnana, enda hafa ekki síður verið viðraðar áhyggjur af samskiptum ríkisstjórna og Alþingis en af samskipum Alþingis og forsetaembættisins eða ríkisstjórnar og forsetaembættisins. Raunar eru samskipti ríkisstjórnarinnar og Alþingis um margt raunverulegra vandamál en samskipti Alþingis og forsetans, og sífellt eru að koma upp dæmi þar sem Alþingi virðist ekki spurt eða þá að það tekur sjálfkrafa við fyrirmælum beint frá ríkistjórninni. Eitt af mörgum slíkum dæmum er nýleg ákvörðun um að taka Mannréttindaskrifstofu Íslands af fjárlögum og gera henni að sækja fjárveitingar beint til ráðuneyta. Fjárlaganefndarmenn sögðust einfaldlega vera að framfylgja óskum framkvæmdavaldsins og virðist ekki einu sinni hafa dottið í hug að spyrja eftir ástæðum breytingarinnar. Efnisleg rök hafa einfaldlega ekki komið fram. Skrifstofutæknileg rök um hvað eigi að teljast sem sérstakir fjárlagaliðir og hvað ekki eru einfaldlega ekki boðleg í þessu sambandi. Og kannski er það þögnin sem er uggvænlegust. Eftir stendur hrollvekjandi grunur um að hugsanleg skýring sé sú að verið sé að refsa Mannréttindaskrifstofunni fyrir neikvæða umsögn um sum stjórnarfrumvörp á umliðnum misserum. Það léttir ekki þá þungu þanka, að þeir sem benda á þetta sem hugsanlega skýringu eru ekki pólitískir flokkshestar sem grípa til stóryrða í dægurkarpi og heitum umræðum. Þvert á móti eru þetta grandvarir og alþjóðlega virtir og viðurkenndir fræðimenn og mannréttindafrömuðir, sem engin flokkspólitísk tengsl hafa svo vitað sé. En eins og Halldór Ásgrímsson sagði, "þá þarf að skýra betur hlutverk forseta, Alþingis og ríkisstjórnar í stjórnskipuninni." Það er hverju orði sannara. Forsætisráðherra tilkynnti í fyrrnefndri ræðu sinni um stofnun tveggja nefnda til þessarar endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Annars vegar pólitískrar nefndar skipaðrar fulltrúum flokkanna í hlutfalli við styrkleika þeirra á þingi og hins vegar sérfræðinganefndar til að starfa með og samhliða pólitísku nefndinni. Þetta er skynsamlegt fyrirkomulag og slær á þá tortryggni, sem verið hefur gagnvart ríkisstjórninni síðan í sumar. Sérstaklega vekur það athygli að forsætisráðherra hefur sett Eirík Tómasson lagaprófessor yfir sérfræðinganefndina, en Eiríkur var sem kunnugt er mjög efins um margar hugmyndir ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu. Hvað sem annars líður grunsemdum um að mönnum og stofnunum sé refsað fyrir andstöðu við stjórnvöld, þá gildir það greinilega ekki um formennskuna í sérfræðinganefndinni. Halldór Ásgrímsson sýnir með þessu stjórnarskrárútspili sínu öllu - bæði hvernig hann heldur á málinu og orðalaginu sem hann notar - að honum er mikið í mun að þetta starf takist vel. Öll efni eru enda til að svo geti orðið. Ástæða er til að taka undir með Guðmundi Magnússyni, sem stakk upp á því í leiðara hér í blaðinu í fyrradag að þetta tækifæri yrði nýtt til sem víðtækastrar þjóðarsáttar og almenningi gert kleift að koma ábendingum á framfæri við stjórnarskrárnefndirnar, sem störfuðu þá að einhverju leyti fyrir opnum tjöldum. Þetta mál kemur okkur öllum við.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun