Flugeldasýning hjá Ljónunum 11. desember 2004 00:01 Ljónin taka á móti Skallagrími í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik karla. Lið Ljónanna, sem stofnað var fyrir tímabilið í vetur, hefur ráðið til sín tvo erlenda leikmenn, þá Anthony Quinn Jones og Steve Smith. Smith er að stíga sín fyrstu skref á erlendri grundu en Jones lék með Grindvíkingum undir lokin á síðasta tímabili. Þá hefur gamla kempan Ísak Tómasson, eða hinn íslenski Isiah Thomas eins og hann var oft kallaður hér áður, skipt yfir í Ljónin og verður leikhæfur eftir áramót. Hugur Ljónanna fór ekkert á milli mála þegar Fréttablaðið setti sig í samband við þjálfara liðsins, Jón Júlíus Árnason. "Ætli við skellum okkur ekki bara í úrvalsdeildina á næsta ári," sagði Jón í léttu bragði. "Nei, nei. Við ætlum allavega að fara í 1. deildina og athuga hvort við eigum möguleika gegna liðunum þar." Athygli vakti að tveir erlendir leikmenn væru á leið til landsins til að leika með Ljónunum. "Við tókum þá ákvörðun að rokka þetta aðeins upp. Við ætluðum reyndar ekki að fá Kana fyrr en eftir áramót en úr því að við fengum Skallagrím í bikarnum fannst okkur í góðu lagi að flýta þessu um einn mánuð. Þeir spila að vísu bara þennan eina leik," fullyrti Jón. Stefna Ljónanna er sáraeinföld gegn Skallagrími. Menn ætla að bera sigur úr býtum. "Við erum einir um þessa skoðun en okkur finnst við vera nokkuð góðir ennþá. Við getum sagt skák við Skallagrím og jafnvel mát." Að sögn Jóns er von á glaðningi eftir áramót þegar gömul hetja mun leggja leið sína í Ljónagryfjuna og gleðja unnendur körfuboltans hér á landi. "Það er ekkert leyndarmál að við höfum reynt að ná sambandi við Rondey Robinson, fyrrum leikmann Njarðvíkurliðsins, en það hefur ekki tekist enn. Það næst vonandi en við höfum verið í sambandi við John Rhodes, vin hans, sem lék lengi vel með Haukum og ÍR." Rondey er ekki eina hetjan sem orðuð hefur verið við Ljónin. "Jú, hann Teitur er búinn að grennast töluvert," sagði Jón hlæjandi. "Hann hefur ekki getað verið með af einhverjum ástæðum en það er vonandi að hann hafi tök á því eftir áramót. Þó hann geti hvorki hlaupið hratt né mikið þá getur hann alltaf hangið fyrir utan þriggja og sett nokkrar körfur." Búist má við góðri mætingu í Ljónagryfjuna í dag enda hefur lið Ljónanna staðið sig með ágætum fram til þessa. "Það verður tekið forskot á áramótin og boðið upp á mikla og góða flugeldasýningu í Ljónagryfjunni í dag," sagði Jón. Körfubolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Ljónin taka á móti Skallagrími í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik karla. Lið Ljónanna, sem stofnað var fyrir tímabilið í vetur, hefur ráðið til sín tvo erlenda leikmenn, þá Anthony Quinn Jones og Steve Smith. Smith er að stíga sín fyrstu skref á erlendri grundu en Jones lék með Grindvíkingum undir lokin á síðasta tímabili. Þá hefur gamla kempan Ísak Tómasson, eða hinn íslenski Isiah Thomas eins og hann var oft kallaður hér áður, skipt yfir í Ljónin og verður leikhæfur eftir áramót. Hugur Ljónanna fór ekkert á milli mála þegar Fréttablaðið setti sig í samband við þjálfara liðsins, Jón Júlíus Árnason. "Ætli við skellum okkur ekki bara í úrvalsdeildina á næsta ári," sagði Jón í léttu bragði. "Nei, nei. Við ætlum allavega að fara í 1. deildina og athuga hvort við eigum möguleika gegna liðunum þar." Athygli vakti að tveir erlendir leikmenn væru á leið til landsins til að leika með Ljónunum. "Við tókum þá ákvörðun að rokka þetta aðeins upp. Við ætluðum reyndar ekki að fá Kana fyrr en eftir áramót en úr því að við fengum Skallagrím í bikarnum fannst okkur í góðu lagi að flýta þessu um einn mánuð. Þeir spila að vísu bara þennan eina leik," fullyrti Jón. Stefna Ljónanna er sáraeinföld gegn Skallagrími. Menn ætla að bera sigur úr býtum. "Við erum einir um þessa skoðun en okkur finnst við vera nokkuð góðir ennþá. Við getum sagt skák við Skallagrím og jafnvel mát." Að sögn Jóns er von á glaðningi eftir áramót þegar gömul hetja mun leggja leið sína í Ljónagryfjuna og gleðja unnendur körfuboltans hér á landi. "Það er ekkert leyndarmál að við höfum reynt að ná sambandi við Rondey Robinson, fyrrum leikmann Njarðvíkurliðsins, en það hefur ekki tekist enn. Það næst vonandi en við höfum verið í sambandi við John Rhodes, vin hans, sem lék lengi vel með Haukum og ÍR." Rondey er ekki eina hetjan sem orðuð hefur verið við Ljónin. "Jú, hann Teitur er búinn að grennast töluvert," sagði Jón hlæjandi. "Hann hefur ekki getað verið með af einhverjum ástæðum en það er vonandi að hann hafi tök á því eftir áramót. Þó hann geti hvorki hlaupið hratt né mikið þá getur hann alltaf hangið fyrir utan þriggja og sett nokkrar körfur." Búist má við góðri mætingu í Ljónagryfjuna í dag enda hefur lið Ljónanna staðið sig með ágætum fram til þessa. "Það verður tekið forskot á áramótin og boðið upp á mikla og góða flugeldasýningu í Ljónagryfjunni í dag," sagði Jón.
Körfubolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira