Innlent

4 skattsvikaskýrslur á 20 árum

Skýrsla sem skattsvikanefnd skilaði Alþingi í síðustu viku er fjórða úttektin sem gerð er á skattsvikum hér á landi síðustu tvo áratugi. Töluverðar breytingar hafa orðið á niðurstöðum spurningakannana sem lagðar hafa verið fyrir landsmenn í tengslum við úttektirnar. Þeim fækkar umtalsvert sem hafa haft tekjur sem ekki voru gefnar upp til skatts eða þeir hyggjast ekki gefa upp til skatts. Lækkaði hlutfallið úr sautján prósentum árið 1992 í níu prósent nú. Í könnununum var spurt hvort viðkomandi myndi þiggja tekjur sem ekki þyrfti að gefa upp til skatts. Tæp 56 prósent svöruðu því játandi nú en 71 prósent árið 1992 og tæp 74 prósent árið 1985. Miklar breytingar hafa orðið á afstöðu fólks til aðgerða sem gætu dregið úr skattaundandrætti. Nú telja 42 prósent aðspurðra að lækkun skatta hefði mest áhrif í þá átt en 24 prósent voru þeirrar skoðunar árið 1992. Aftur á móti telja 25 prósent aukið eftirlit hafa mest að segja á móti 53 prósentum í könnuninni 1992.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×