Guðjón Valur á leið til Gummersbach 15. desember 2004 00:01 Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach. Það verður eflaust skrítin tilfinning fyrir Guðjón Val sem hefur liðið vel hjá Essen og er eingöngu að fara frá félaginu til þess að prófa nýja hluti. "Þetta er búinn að vera frábær tími hjá Essen og svolítið erfitt að yfirgefa félagið. Mér finnst ég hafa tekið stöðugum framförum hjá félaginu og þjálfari liðsins er alveg stórkostlegur. En við fjölskyldan vildum prófa nýja hluti og því tók ég þessa ákvörðun," sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn af æfingu þar sem leikmenn Essen lögðu línurnar fyrir leikinn gegn Minden í kvöld. Guðjón segist hafa komið heiðarlega fram við Essen frá því hann ákvað að söðla um og hann yfirgefur félagið í góðu. "Þeir vildi halda mér og buðu mér mjög fínan samning. Ég afþakkaði gott tilboð, kom heiðarlega fram og sagðist vilja fara nýjar leiðir. Ég byrjaði síðan að ræða við Gummersbach fyrir þrem til fjórum vikum síðan og við munum væntanlega skrifa undir samninginn á fimmtudag eða föstudag," sagði Guðjón Valur en hann er að ganga í raðir liðs sem hefur sterkari leikmannahóp en Essen og mun að öllum líkindum vera í toppbaráttu þýsku deildarinnar næstu árin. Þar að auki er mikil stemning í kringum félagið og mætingin á leiki liðsins mjög góð. "Þeir hafa hingað til leikið örfáa leiki í 18 þúsund manna höll í Köln en á næsta tímabili munu þeir spila ellefu leiki þar. Ég hef spilað gegn þeim í þessari höll og það er alveg frábært. Það verður mikil upplifun að spila þar á næstu leiktíð en aldrei hafa færri en 14 þúsund manns mætt á þessa leiki þeirra í Köln. Svo er Gummersbach líka með með hörkusterkan leikmannahóp og ég bíð spenntur eftir því að leika með félaginu," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, tilvonandi leikmaður Gummersbach. Íslenski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach. Það verður eflaust skrítin tilfinning fyrir Guðjón Val sem hefur liðið vel hjá Essen og er eingöngu að fara frá félaginu til þess að prófa nýja hluti. "Þetta er búinn að vera frábær tími hjá Essen og svolítið erfitt að yfirgefa félagið. Mér finnst ég hafa tekið stöðugum framförum hjá félaginu og þjálfari liðsins er alveg stórkostlegur. En við fjölskyldan vildum prófa nýja hluti og því tók ég þessa ákvörðun," sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn af æfingu þar sem leikmenn Essen lögðu línurnar fyrir leikinn gegn Minden í kvöld. Guðjón segist hafa komið heiðarlega fram við Essen frá því hann ákvað að söðla um og hann yfirgefur félagið í góðu. "Þeir vildi halda mér og buðu mér mjög fínan samning. Ég afþakkaði gott tilboð, kom heiðarlega fram og sagðist vilja fara nýjar leiðir. Ég byrjaði síðan að ræða við Gummersbach fyrir þrem til fjórum vikum síðan og við munum væntanlega skrifa undir samninginn á fimmtudag eða föstudag," sagði Guðjón Valur en hann er að ganga í raðir liðs sem hefur sterkari leikmannahóp en Essen og mun að öllum líkindum vera í toppbaráttu þýsku deildarinnar næstu árin. Þar að auki er mikil stemning í kringum félagið og mætingin á leiki liðsins mjög góð. "Þeir hafa hingað til leikið örfáa leiki í 18 þúsund manna höll í Köln en á næsta tímabili munu þeir spila ellefu leiki þar. Ég hef spilað gegn þeim í þessari höll og það er alveg frábært. Það verður mikil upplifun að spila þar á næstu leiktíð en aldrei hafa færri en 14 þúsund manns mætt á þessa leiki þeirra í Köln. Svo er Gummersbach líka með með hörkusterkan leikmannahóp og ég bíð spenntur eftir því að leika með félaginu," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, tilvonandi leikmaður Gummersbach.
Íslenski handboltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - ÍBV | Geta tyllt sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira