Sport

Ísak í Tindastól

Ísak Einarsson hefur skipt í Tindastól en hann hefur spilað með Álaborg í Danmörku með námi undanfarin tvö tímabil. Ísak lék síðast hér á landi með Breiðabliki tímabilið 2002 til 2003 þar sem hann skoraði 8,6 stig á 24 mínútum að meðaltali í leik en hann er uppalinn á Sauðárkóki og lék 59 leiki með Tindastóli á fyrstu fjórum tímabilum sínum í úrvalsdeildinni, 1997 til 2000. Ísak á alls 94 leiki að baki í úrvalsdeild með Tindastóli og Breiðabliki og skoraði í þeim 546 stig, 5,8 stig að meðaltali. Það er ljóst að Ísak kemur til með að styrkja lið Tindastóls mikið en hann var með 11 stig og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim tíu leikjum sem hann spilaði í dönsku úrvalsdeildinni í vetur með Álaborgarliðinu, sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Ísak er 24 ára og 188 cm hár bakvörður sem hefur sem dæmi nýtt 50% skota sinna í dönsku deildinni í vetur. Ísak verður löglegur með Tindastóli strax 6. janúar og mun því geta spilað fyrsta leik liðsins á nýju ári, sem verður í Keflavík gegn Íslands- og bikarmeisturunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×