Fordæmi fyrir íhlutun stjórnvalda 16. desember 2004 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld hér á landi hafi beitt sér fyrir því að útlendingar fái fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, líkt og í tilfelli Bobbys Fishers. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og hann reiknar með að gengið hafi verið frá þeim málum áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að verða við beiðni Fishers um dvalarleyfi. Útlendingastofnun hefur gefið út staðfestingu á dvalarleyfi Fishers að ósk utanríkis- og dómsmálaráðherra. Telja má harla ólíklegt að skákmeistarinn hefði fengið dvalarleyfi ef til afskipta þeirra hefði ekki komið, enda ekki hlaupið að því fyrir vegabréfalausa útlendinga að fá slíkt leyfi hér á landi. Georg segir þó nokkur dæmi þess að menn hafi fengið dvalarleyfi án vegabréfs hér á landi, en þau séu ekki mörg. Í staðfestingu Útlendingastofnunar kemur ekki fram hvers kyns dvalareyfi er um að ræða, né heldur lengi það verður í gildi. Leiða má að því líkur að ef Fisher óskar eftir flóttamannahæli hér á landi, þurfi stjórnvöld enn á ný að koma að máli því í reglum um hælisveitingu segir að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Frá árinu 1998 hafa 380 sótt um en aðeins einn fengið. Meðaltalið er einn af hverjum tíu í Evrópu. Georg segir að fljótt á litið uppfylli Bobby Fischer ekki skilyrði til þess að fá hér pólitískt hæli, en hins vegar sé í lagi að veita honum dvalarleyfi, enda sé þar stór munur á. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn krafist þess að japönsk stjórnvöld framselji Fisher. Framsalssamningur í gildi milli Bandaríkjanna og Íslands og því má ætla að ákvörðun um að veita Fisher dvalarleyfi hér hafi verið tekin með með vitund og samþykki bandarískra stjórnvalda. Georg segir þó sér sé ekki kunnugt um það, en hann gerir ráð fyrir að búið hafi verið mað ganga frá þeim málum. Í jafnræðisreglu Útlendingastofnunar er kveðið á um að einstaklingar standi jafnfætis gangvart þeirri þjónustu sem stofnunin veitir. Í Útlendingalögum segir þó að Útlendingastofnun skuli framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Georg segir það oft hafa komið fyrir að íslensk stjórnvöld hafi komið að máli einstaklinga líkt og nú, en vill þó ekki nefna nein dæmi þar um. Þegar og ef skáksnillingurinn kemur hingað til lands fær hann svokallað útlendinga vegabréf, sem gerir honum kleift að ferðast til annarra landa. Aðgang að heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi Íslendinga fær hann lögum samkvæmt eftir sex mánaðar Íslandsdvöl. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld hér á landi hafi beitt sér fyrir því að útlendingar fái fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, líkt og í tilfelli Bobbys Fishers. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og hann reiknar með að gengið hafi verið frá þeim málum áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að verða við beiðni Fishers um dvalarleyfi. Útlendingastofnun hefur gefið út staðfestingu á dvalarleyfi Fishers að ósk utanríkis- og dómsmálaráðherra. Telja má harla ólíklegt að skákmeistarinn hefði fengið dvalarleyfi ef til afskipta þeirra hefði ekki komið, enda ekki hlaupið að því fyrir vegabréfalausa útlendinga að fá slíkt leyfi hér á landi. Georg segir þó nokkur dæmi þess að menn hafi fengið dvalarleyfi án vegabréfs hér á landi, en þau séu ekki mörg. Í staðfestingu Útlendingastofnunar kemur ekki fram hvers kyns dvalareyfi er um að ræða, né heldur lengi það verður í gildi. Leiða má að því líkur að ef Fisher óskar eftir flóttamannahæli hér á landi, þurfi stjórnvöld enn á ný að koma að máli því í reglum um hælisveitingu segir að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Frá árinu 1998 hafa 380 sótt um en aðeins einn fengið. Meðaltalið er einn af hverjum tíu í Evrópu. Georg segir að fljótt á litið uppfylli Bobby Fischer ekki skilyrði til þess að fá hér pólitískt hæli, en hins vegar sé í lagi að veita honum dvalarleyfi, enda sé þar stór munur á. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkjamenn krafist þess að japönsk stjórnvöld framselji Fisher. Framsalssamningur í gildi milli Bandaríkjanna og Íslands og því má ætla að ákvörðun um að veita Fisher dvalarleyfi hér hafi verið tekin með með vitund og samþykki bandarískra stjórnvalda. Georg segir þó sér sé ekki kunnugt um það, en hann gerir ráð fyrir að búið hafi verið mað ganga frá þeim málum. Í jafnræðisreglu Útlendingastofnunar er kveðið á um að einstaklingar standi jafnfætis gangvart þeirri þjónustu sem stofnunin veitir. Í Útlendingalögum segir þó að Útlendingastofnun skuli framfylgja stefnu stjórnvalda hverju sinni. Georg segir það oft hafa komið fyrir að íslensk stjórnvöld hafi komið að máli einstaklinga líkt og nú, en vill þó ekki nefna nein dæmi þar um. Þegar og ef skáksnillingurinn kemur hingað til lands fær hann svokallað útlendinga vegabréf, sem gerir honum kleift að ferðast til annarra landa. Aðgang að heilbrigðiskerfi og tryggingakerfi Íslendinga fær hann lögum samkvæmt eftir sex mánaðar Íslandsdvöl.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira