Innlent

Vilja auka velmegun

Fyrsti fundur félagsmálaráðherra Evrópuríkja sem vinna að átaksverkefni um bætta lýðheilsu í Norður-Evrópu var haldinn í Tallinn í Eistlandi í fyrradag. Ráðherrarnir hafa rætt um útbreiðslu alnæmis, heilsufar fanga og varnir við neyslu vímuefna auk almennrar heilsugæslu. Óskaði fulltrúi Rússlands eftir tafarlausri aðstoð til að hefta útbreiðslu alnæmis. Markmiði fundanna, samkvæmt tilkynningu, er að finna leiðir til að bæta heilsufar fólks á Norðurlöndum, í Rússlandi og öðrum þátttökuríkjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×