Innlent

Hærra gjald í sund í Kópavogi

Aðgangseyri fyrir fullorðna í Sundlaug Kópavogs hækkar um tæpan þriðjung, úr 220 krónum í 280. Tíu miða kort barna hækkar um 80 prósent, úr 500 krónum í 900. Þrjátíu miða kort barna hækka um 50 prósent. Aðgangseyrir hækkar einnig í Reykjavík og á Akureyri. Una María Óskarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs og varabæjarfulltrúi, segir aðgangseyrinn hafa verið þann lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Langt sé síðan hann hækkaði síðast. Gjaldið verði ennþá lægra en þekkist víða um land, til dæmis á Akureyri. Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi segir Samfylkinguna hafa lagt til að aðgangseyrir hækkaði minna, sérstaklega fyrir börn: "Þetta skýtur skökku við nú þegar mikið er rætt um nauðsyn þes að börn og unglingar hreyfi sig meira en þau gera." Una María segir nýtt punktakerfi verða kynnt bæjarbúum á næstunni: "Hagstæðara er fyrir fólk að kaupa punkta, sem hvetur það til þess að fara oftar í sund og stunda góða hreyfingu. Því oftar í sund, því ódýrara"



Fleiri fréttir

Sjá meira


×