Spor liggja í allar áttir 13. október 2005 15:13 "Fyrir mér er þetta bara svo spennandi vinna að svo mörgu leyti. Með gerð Íslendingabókar var sett saman rannsóknartæki sem gagnast ekki aðeins við rannsóknir á meingenum, heldur reynist líka geysiöflugt tæki til að rannsaka íslenska sögu," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sem á dögunum birti niðurstöður rannsóknar um búsetu Íslendinga og misjafnan erfðabreytileika eftir landshlutum. Kári segir að rannsóknin feli í sér skemmtilegan vitnisburð um hversu stöðug búseta Íslendinga hefur verið í gegnum aldirnar. "Menn hafa búið í sinni sveit og fundið sinn maka þar og búið þar mann fram af manni. Þetta eru auðvitað bara staðreyndirnar og það væri gaman leita útskýringa hvernig á þessu stendur." Íslensk erfðagreining hefur slitið barnskónum og Kári segir það gaman að líta yfir farinn veg út frá sögu fyrirtækisins. "Þetta er ákaflega spennandi vinna og það er líka gaman fyrir mig, hróið í hópnum, að fylgjast með fólki koma inn á stuttbuxunum, að því er liggur við, og vaxa upp úr grasi innan fyrirtækisins." Agnar Helgason er verkefnisstjórinn sem stýrði rannsókninni um tengsl átthaga og erfðabreytileika og Kári ber honum söguna afar vel. "Agnar kom fyrst til vinnu hjá okkur þegar hann var doktorsnemi í mannfræði í Bretlandi. Það vildi svo til að við höfðum sameiginlega áhuga á erfðafræðilegri mannfræði og hann hefur sinnt vinnu sinni einstaklega vel. Ég er ekki viss um að margir í heiminum hafi unnið merkilegri mannfræðirannsóknir en hann hefur gert upp á síðkastið með þeim tækjum sem Íslensk erfðagreining býr yfir." Kári segir erfitt að segja til um hver næstu skref verða. "Af þessum niðurstöðum spretta óteljandi nýjar spurningar og sporin liggja í allar áttir. En niðurstöður Agnars sýna okkur að minnsta kosti hvaða ráðstafanir við verðum að gera til að vinna rannsóknir okkar vel." Heilsa Innlent Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Fyrir mér er þetta bara svo spennandi vinna að svo mörgu leyti. Með gerð Íslendingabókar var sett saman rannsóknartæki sem gagnast ekki aðeins við rannsóknir á meingenum, heldur reynist líka geysiöflugt tæki til að rannsaka íslenska sögu," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sem á dögunum birti niðurstöður rannsóknar um búsetu Íslendinga og misjafnan erfðabreytileika eftir landshlutum. Kári segir að rannsóknin feli í sér skemmtilegan vitnisburð um hversu stöðug búseta Íslendinga hefur verið í gegnum aldirnar. "Menn hafa búið í sinni sveit og fundið sinn maka þar og búið þar mann fram af manni. Þetta eru auðvitað bara staðreyndirnar og það væri gaman leita útskýringa hvernig á þessu stendur." Íslensk erfðagreining hefur slitið barnskónum og Kári segir það gaman að líta yfir farinn veg út frá sögu fyrirtækisins. "Þetta er ákaflega spennandi vinna og það er líka gaman fyrir mig, hróið í hópnum, að fylgjast með fólki koma inn á stuttbuxunum, að því er liggur við, og vaxa upp úr grasi innan fyrirtækisins." Agnar Helgason er verkefnisstjórinn sem stýrði rannsókninni um tengsl átthaga og erfðabreytileika og Kári ber honum söguna afar vel. "Agnar kom fyrst til vinnu hjá okkur þegar hann var doktorsnemi í mannfræði í Bretlandi. Það vildi svo til að við höfðum sameiginlega áhuga á erfðafræðilegri mannfræði og hann hefur sinnt vinnu sinni einstaklega vel. Ég er ekki viss um að margir í heiminum hafi unnið merkilegri mannfræðirannsóknir en hann hefur gert upp á síðkastið með þeim tækjum sem Íslensk erfðagreining býr yfir." Kári segir erfitt að segja til um hver næstu skref verða. "Af þessum niðurstöðum spretta óteljandi nýjar spurningar og sporin liggja í allar áttir. En niðurstöður Agnars sýna okkur að minnsta kosti hvaða ráðstafanir við verðum að gera til að vinna rannsóknir okkar vel."
Heilsa Innlent Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira