Arnór í stað Snorra 21. desember 2004 00:01 Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Viggó gaf það út að hópurinn sem fór á heimsbikarmótið í Svíþjóð í síðasta mánuði yrði uppistaðan í þessum HM-hópi og því kom fátt á óvart í vali Viggós fyrir utan að hann valdi Arnór Atlason í hópinn á kostnað Snorra Steins Guðjónssonar. "Ég ákvað að veðja á Arnór að þessu sinni enda hef ég mikla trú á honum. Ég hef líka mikla trú á Snorra en hann hefur ekki verið að leika vel undanfarið. Þetta er mitt val núna en það kemur annað mót síðar og þá metum við stöðuna upp á nýtt," sagði Viggó aðspurður af hverju hann hefði valið Arnór frekar en Snorra. Einn nýliði er í hópi Viggós en það er Alexander Pettersons, fyrrum leikmaður Gróttu/KR og núverandi leikmaður Dusseldorf. Þessi lettneski strákur verður loks löglegur með íslenska landsliðinu í janúar og hann fær strax tækifæri hjá Viggó. Hans hlutverk verður væntanlega að leika í hægra horninu en það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu á síðustu mótum. "Alex var afgerandi leikmaður þegar hann lék á Íslandi. Ég er búinn að fara út og sjá hann spila og hann hefur bætt sig mikið. Það er kominn tími á að hann fái að sanna sig," sagði Viggó en hann sagði að einnig kæmi til greina að setja Ólaf Stefánsson í hægra hornið ef á þyrfti að halda. Viggó gældi við að taka Patrek Jóhannesson inn í hópinn á nýjan leik en Patrekur er ekki nógu heilsuhraustur til þess að geta tekið þátt að þessu sinni. Viggó ætlar sér stóra hluti með íslenska landsliðið og hann gerir engar tilraunir til þess að draga úr væntingum fyrir heimsmeistaramótið. "Við ætlum að vera á meðal þeirra sex bestu og ég hef fulla trú á því að við náum því takmarki. Getan er til staðar og því er engin ástæða til annars en að setja markið hátt," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Landsliðshópurinn: Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Roland Valur Eradze ÍBV Hreiðar Guðmundsson ÍR Útileikmenn: Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Ólafur Stefánsson Cuidad Real Alexander Pettersons Dusseldorf Dagur Sigurðsson Bregenz Arnór Atlason Magdeburg Jaliesky Garcia Padron Göppingen Markús Máni Michaelsson Dusseldorf Ingimundur Ingimundarson ÍR Guðjón Valur Sigurðsson Essen Logi Geirsson Lemgo Róbert Gunnarsson Aarhus Vignir Svavarsson Haukar Íslenski handboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, mætir á HM í Túnis með gjörbreytt lið frá því á ólympíuleikunum í sumar. Aðeins sjö leikmenn sem fóru til Aþenu fara til Túnis. Ásgeir Örn Hallgrímsson, Kristján Andrésson, Róbert Sighvatsson og Sigfús Sigurðsson eru allir meiddir en Guðmundur Hrafnkelsson, Rúnar Sigtryggsson, Gylfi Gylfason og Snorri Steinn Guðjónsson hljóta einfaldlega ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Viggó gaf það út að hópurinn sem fór á heimsbikarmótið í Svíþjóð í síðasta mánuði yrði uppistaðan í þessum HM-hópi og því kom fátt á óvart í vali Viggós fyrir utan að hann valdi Arnór Atlason í hópinn á kostnað Snorra Steins Guðjónssonar. "Ég ákvað að veðja á Arnór að þessu sinni enda hef ég mikla trú á honum. Ég hef líka mikla trú á Snorra en hann hefur ekki verið að leika vel undanfarið. Þetta er mitt val núna en það kemur annað mót síðar og þá metum við stöðuna upp á nýtt," sagði Viggó aðspurður af hverju hann hefði valið Arnór frekar en Snorra. Einn nýliði er í hópi Viggós en það er Alexander Pettersons, fyrrum leikmaður Gróttu/KR og núverandi leikmaður Dusseldorf. Þessi lettneski strákur verður loks löglegur með íslenska landsliðinu í janúar og hann fær strax tækifæri hjá Viggó. Hans hlutverk verður væntanlega að leika í hægra horninu en það hefur verið vandræðastaða hjá liðinu á síðustu mótum. "Alex var afgerandi leikmaður þegar hann lék á Íslandi. Ég er búinn að fara út og sjá hann spila og hann hefur bætt sig mikið. Það er kominn tími á að hann fái að sanna sig," sagði Viggó en hann sagði að einnig kæmi til greina að setja Ólaf Stefánsson í hægra hornið ef á þyrfti að halda. Viggó gældi við að taka Patrek Jóhannesson inn í hópinn á nýjan leik en Patrekur er ekki nógu heilsuhraustur til þess að geta tekið þátt að þessu sinni. Viggó ætlar sér stóra hluti með íslenska landsliðið og hann gerir engar tilraunir til þess að draga úr væntingum fyrir heimsmeistaramótið. "Við ætlum að vera á meðal þeirra sex bestu og ég hef fulla trú á því að við náum því takmarki. Getan er til staðar og því er engin ástæða til annars en að setja markið hátt," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Landsliðshópurinn: Markverðir: Birkir Ívar Guðmundsson Haukar Roland Valur Eradze ÍBV Hreiðar Guðmundsson ÍR Útileikmenn: Einar Örn Jónsson Wallau Massenheim Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Ólafur Stefánsson Cuidad Real Alexander Pettersons Dusseldorf Dagur Sigurðsson Bregenz Arnór Atlason Magdeburg Jaliesky Garcia Padron Göppingen Markús Máni Michaelsson Dusseldorf Ingimundur Ingimundarson ÍR Guðjón Valur Sigurðsson Essen Logi Geirsson Lemgo Róbert Gunnarsson Aarhus Vignir Svavarsson Haukar
Íslenski handboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira