Innlent

Georg ráðinn

Georg Kr. Lárusson forstjóri Útlendingastofu var í gær skipaður forstjóri Landhelgisgæslu Íslands frá og með 1. janúar. Helstu verkefni sem Georg sér fyrirhuguð hjá Landhelgisgæslunni segir hann endurnýjun tækjabúnaðar og sérstaklega skipakosts. "Þó þarf að vinna með þeim fjármunum sem stjórnvöld hafa ákveðið, til að nútímavæða starfsemina fyrir land og þjóð." Hann segir ráðninguna hafa borið brátt að. "Ráðningin kemur ekki á óvart miðað við reynslu og fyrri störf. Ég er bara ákaflega þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×