Minnumst og höldum áfram 27. október 2005 03:45 Minningarathöfn á Flateyri í gærkvöldi. Á myndinni sjást Einar Oddur Krisjánsson Alþingismaður, frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Guðfinna Hreiðarsdóttir bæjarstjórafrú og Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. "Við minnumst þessara atburða en látum þá ekki trufla okkur og höldum ótrauð áfram," segir Sigurður Hafberg, grunnskólakennari á Flateyri. Húsfyllir var í íþróttahúsinu á Flateyri í gærkvöldi en þar fór fram minningarathöfn í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að snjóflóð féll á bæinn með þeim hörmulegu afleiðingum að tuttugu manns létu lífið. Athöfnin stóð í eina og hálfa klukkustund og talið er að nærri 450 manns hafi verið viðstaddir. Að athöfninni lokinni bauð Ísafjarðarbær upp á veitingar. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti ræðu við athöfnina og var það eina ræðan sem haldin var. Á eftir fylgdu tónlistaratriði og ljóðalestur. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF flutti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Geir Haarde utanríkisráðherra vestur, en hún var eini farkosturinn sem lent gat þar í gærkvöldi þar sem snjó kyngdi niður. Á Flateyri var einnig varðskipið Týr og var forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Lárusson, viðstaddur. Týr og áhöfn sinntu björgunarstörfum í kjölfar flóðsins 1995. Á sama tíma var haldin minningarathöfn í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Þar var húsfyllir. Snjóflóðin á Flateyri 1995 Snjóflóð á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
"Við minnumst þessara atburða en látum þá ekki trufla okkur og höldum ótrauð áfram," segir Sigurður Hafberg, grunnskólakennari á Flateyri. Húsfyllir var í íþróttahúsinu á Flateyri í gærkvöldi en þar fór fram minningarathöfn í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að snjóflóð féll á bæinn með þeim hörmulegu afleiðingum að tuttugu manns létu lífið. Athöfnin stóð í eina og hálfa klukkustund og talið er að nærri 450 manns hafi verið viðstaddir. Að athöfninni lokinni bauð Ísafjarðarbær upp á veitingar. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti ræðu við athöfnina og var það eina ræðan sem haldin var. Á eftir fylgdu tónlistaratriði og ljóðalestur. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF flutti Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Geir Haarde utanríkisráðherra vestur, en hún var eini farkosturinn sem lent gat þar í gærkvöldi þar sem snjó kyngdi niður. Á Flateyri var einnig varðskipið Týr og var forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Lárusson, viðstaddur. Týr og áhöfn sinntu björgunarstörfum í kjölfar flóðsins 1995. Á sama tíma var haldin minningarathöfn í Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Þar var húsfyllir.
Snjóflóðin á Flateyri 1995 Snjóflóð á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira