Innlent

Fangaflutningar til Alþingis

Þingsályktunartillaga um fangaflutninga í íslenskri lögsögu verður lögð fram á Alþingi á næstu dögum. Tilefni hennar eru meintir fangaflutningar bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi en sumar flugvélanna á hennar vegum hafa haft viðdvöl hér á landi á undanförnum árum.

Þingsályktunartillagan er lögð fram af tíu þingmönnum Samfylkingarinnar. Lagt er til að flutningar fanga um íslenska lögsögu til ríkis, þar sem ástæða sé til að ætla að þeir eigi á hættu að sæta pyndingum, verði með öllu óheimilar. Ríkisstjórnin er hvött til þess að framfylgja alþjóðasamningum, sem Ísland er aðili að, og miða að því að koma í veg fyrir pyndingar eða aðra ómannúðlega meðferð fanga. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir að ríkisstjórnin geri utanríkismálanefnd Alþingis grein fyrir því hvernig hún hyggist beita sér til að tryggja að markmið ályktunarinnar nái fram að ganga.

Jónína Bjartmarz þingmaður Framsóknarflokksins á sæti í utanríkismálanefnd. Hún segir að ef fangar séu fluttir í skjóli reglna um borgaralegt flug fari bandaríska leyniþjónustan á svig við lög og bregðist trausti þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×