Tapar fylgi til vinstri-grænna 20. nóvember 2005 04:00 Ingibjörg Sólrún fagnar kjöri. Frá því í maí, þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörinn formaður Samfylkingarinnar, hefur flokkurinn dalað um tæp fimm prósentustig. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn og fengi 38,7 prósent atkvæða og 25 þingmenn ef kosið yrði í dag. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hefur aukist um 2,5 prósentustig frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem framkvæmd var í byrjun maí og hefur ekki verið hærra í könnunum Fréttablaðsins síðan í ágúst 2003. Þá mældist fylgi Sjálfstæðisflokks 40,6 prósent. Mun fleiri karlmenn en konur segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 44,8 prósent, á móti 31 prósenti kvenna. Þá hefur flokkurinn meira fylgi á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Rétt rúm 40 prósent svarenda á höfuðborgarsvæðinu sögðust myndu kjósa Samfylkingu en 36,5 prósent svarenda á landsbyggðinni. Samfylking myndi fá 29,4 prósent atkvæða og 19 þingmenn kjörna samkvæmt þessari könnun. Fylgi flokksins hefur ekki verið minna í könnunum blaðsins síðan í september á síðasta ári. Fylgið minnkar um 4,6 prósentustig frá því í könnun blaðsins í maí, nokkrum vikum áður en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörinn formaður flokksins. Konur eru mun líklegra til að kjósa Samfylkingu en karlar og sögðust 34,5 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn, en 34,5 prósent karla. Þá segjast 25,3 prósent íbúa á landsbyggðinni myndu kjósa Samfylkingu á móti 32,2 prósentum höfuðborgarbúa. Vinstri hreyfingin - Grænt framboð fengi 18,2 prósent atkvæða og og ellefu þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Nokkur kynjamunur er á þeim sem segjast myndu kjósa flokkinn, eða 22,8 prósent kvenna á móti 14,5 prósent karla. Fylgi flokksins eykst um 4,1 prósentustig frá síðustu könnun í maí. Athygli vekur að fylgi Samfylkingar hefur dalað um nánast jafn mörg prósentustig og fylgi vinstri grænna hefur aukist. Það getur bent til þess að Samfylking sé að missa fylgi meðal vinstri manna. Framsóknarflokkur fengi 9,9 prósent atkvæða, samkvæmt könnuninni, og er það sama fylgi og í síðustu könnun. Flokkurinn dregur fylgi sitt til landsbyggðarinnar, þar sem 16,3 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Tæp sex prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins styðja flokkinn. 3,4 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, sem er 1,3 prósentustigi minna en í könnuninni í maí. Hringt var í 800 manns 19. nóvember, og skiptust svarendur jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? 55,6 prósent þeira sem spurðir voru tóku afstöðu til spurningarinnar. Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn og fengi 38,7 prósent atkvæða og 25 þingmenn ef kosið yrði í dag. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hefur aukist um 2,5 prósentustig frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem framkvæmd var í byrjun maí og hefur ekki verið hærra í könnunum Fréttablaðsins síðan í ágúst 2003. Þá mældist fylgi Sjálfstæðisflokks 40,6 prósent. Mun fleiri karlmenn en konur segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða 44,8 prósent, á móti 31 prósenti kvenna. Þá hefur flokkurinn meira fylgi á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Rétt rúm 40 prósent svarenda á höfuðborgarsvæðinu sögðust myndu kjósa Samfylkingu en 36,5 prósent svarenda á landsbyggðinni. Samfylking myndi fá 29,4 prósent atkvæða og 19 þingmenn kjörna samkvæmt þessari könnun. Fylgi flokksins hefur ekki verið minna í könnunum blaðsins síðan í september á síðasta ári. Fylgið minnkar um 4,6 prósentustig frá því í könnun blaðsins í maí, nokkrum vikum áður en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörinn formaður flokksins. Konur eru mun líklegra til að kjósa Samfylkingu en karlar og sögðust 34,5 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn, en 34,5 prósent karla. Þá segjast 25,3 prósent íbúa á landsbyggðinni myndu kjósa Samfylkingu á móti 32,2 prósentum höfuðborgarbúa. Vinstri hreyfingin - Grænt framboð fengi 18,2 prósent atkvæða og og ellefu þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Nokkur kynjamunur er á þeim sem segjast myndu kjósa flokkinn, eða 22,8 prósent kvenna á móti 14,5 prósent karla. Fylgi flokksins eykst um 4,1 prósentustig frá síðustu könnun í maí. Athygli vekur að fylgi Samfylkingar hefur dalað um nánast jafn mörg prósentustig og fylgi vinstri grænna hefur aukist. Það getur bent til þess að Samfylking sé að missa fylgi meðal vinstri manna. Framsóknarflokkur fengi 9,9 prósent atkvæða, samkvæmt könnuninni, og er það sama fylgi og í síðustu könnun. Flokkurinn dregur fylgi sitt til landsbyggðarinnar, þar sem 16,3 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Tæp sex prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins styðja flokkinn. 3,4 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, sem er 1,3 prósentustigi minna en í könnuninni í maí. Hringt var í 800 manns 19. nóvember, og skiptust svarendur jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú? 55,6 prósent þeira sem spurðir voru tóku afstöðu til spurningarinnar.
Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira