Grín eða alvara 22. nóvember 2005 06:00 Hláturinn lengir lífið er sagt. Það mun vera afskaplega hollt að hlæja. Bæði slakandi fyrir sálartetrið og einnig líkamsvöðvana. Ein góð hláturgusa á dag er ábyggilega ekki síðri en prozac-tafla og svo mun vera til sérstakt hlátursjóga sem er einstaklega hollt fyrir sál og líkama. Ýmislegt kemur fólki til að hlæja og ég las á Vísindavef háskólans að kenningar um hlátur hafa verið settar fram á sviði málvísinda, sálfræði og lífeðlisfræði. Síðan er gerð nánari grein fyrir kenningum sem rekja má til málvísinda og sálfræði og þar segir: ,,Flestar kenningar um hlátur eiga það sameiginlegt að skipa sér undir annað af tveimur hugtökum, yfirburði eða ósamræmi. Yfirburðakenningar ganga út frá sálfræðilegum grunni, að hlátur sé tjáning yfirburðakenndar okkar gagnvart öðrum, sérstaklega keppinautum okkar. Þá kennd upplifum við ef við sjáum eitthvað ófullkomið, óeðlilegt, við aðra. Ósamræmiskenningar beina athyglinni að tungumálinu og rökleysunni sem virðist einkenna það sem okkur finnst fyndið. Slíkar kenningar sjá gjarnan eitthvað óeðlilegt við það sem vekur hlátur og kalla á hugtök eins og fáránleika til að skýra út fyndni." Skop getur verið mjög sterkt vopn í baráttu eða keppni á milli manna. Það getur verið sterkt vopn að gera andstæðinginn hlægilegan, stundum þykir það meira segja ókurteisi og talið að ekki eigi að grípa til slíkra vopna. Skop getur einnig verið sterkt afl í þjóðmálaumræðunni og jafnvel veitt óprúttnum stjórnmálamönnum og öðrum þeim sem hafa sig í frammi á opinberum vettvangi aðhald sem stundum er nauðsynlegt. Spaugstofan hefur verið öflugt tæki í þessum efnum hér á landi. Þeir félagar hafa verið bráðskemmtilegir og beittir í fjöldamörg ár. Nú um helgina héldu þeir upp á 20 ára samstarfsafmæli. Þá brá svo við einn helsti skemmtikrafturinn í afmælisveislunni var forsætisráðherrann. Allavega fannst þeim sem útbúa ofan í okkur fréttirnar það skemmtilegast og fréttnæmast úr veislunni að sá ágæti maður gerði grín að sjálfum sér. Auðvitað er það hið besta mál að menn hafi húmor fyrir sjálfum sér og kannski ekkert annað en skapvonska að hafa orð á því. Á hinn bóginn veltir maður fyrir sér hvort broddurinn fari ekki svolítið úr gagnrýninni og aðhaldinu þegar menn eru allir komnir í eina sæng. Ég tók eftir því um daginn að fréttaþulurinn útvarpsstjórinn lék stórt hlutverk í Spaugstofunni og mig minnir að fyrrverandi forsætisráðherrann og seðlabankastjórinn nýskipaði hafi fengið hlutverk í áramótaskaupinu. Nú eru þessir menn kannski ágætlega til þess fallnir að leika sjálfa sig og væntanlega engir betri í það, mér finnst hins vegar broddurinn vera farinn úr skopinu eða skaupinu þegar þannig háttar. Og fyrst ég er farin að agnúast út í stjórnmálamennina og fyrirmennin í grínþáttunum, þá er best að ég haldi áfram að skapvonskast og nú út í glamúrsamkundu fræga fólksins, hvort heldur það er Gríman eða Eddan. Á þessum hátíðum eru þessir opinberu starfsmenn, ráðherrarnir, í hlutverkum þula og verðlaunagjafa, uppádubbaðir og -dubbaðar í kvikmyndastjörnugervum. Það er alveg magnað hvað það virðist vera fátt fólk til að sinna hinum ýmsu hlutverkum sem þarf að sinna í þessu landi. Hvort heldur það er á skemmtisamkundum af þessu tagi eða bara almennt þegar eitthvað þarf að gera. Eins og þegar byggja á spítala, þá eru allt í einu pólitíkusar komnir í þá framkvæmdanefnd með stjórnendum stofnana sem á að byggja yfir. Ég hef séð einhver skrif um að formaður framkvæmdanefndarinnar hafi mikla reynslu af stórbyggingum. Sannast að segja átta ég mig ekki á hvort menn eru að grínast eða hvort þeim sé fúlasta alvara með það að Alfreð Þorsteinsson hafi akkúrat þá reynslu sem til þarf til að stjórna þessu verki. Sjálfri finnst mér sú skipan nánast móðgun við okkur sem borgum skatta í þessu landi. En svona er nú komið að þátttaka pólitíkusanna í gríninu öllu saman er orðin svo mikil og að því er virðist sjálfsögð að allt er komið í einn graut og stundum er erfitt að greina hvað er fréttir og hvað er skop. Þegar svo er komið er allt bit komið úr skopinu og þá vantar því miður einn mikilvægan hlekk í aðhaldið sem öllum sem fara með vald er nauðsynlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Hláturinn lengir lífið er sagt. Það mun vera afskaplega hollt að hlæja. Bæði slakandi fyrir sálartetrið og einnig líkamsvöðvana. Ein góð hláturgusa á dag er ábyggilega ekki síðri en prozac-tafla og svo mun vera til sérstakt hlátursjóga sem er einstaklega hollt fyrir sál og líkama. Ýmislegt kemur fólki til að hlæja og ég las á Vísindavef háskólans að kenningar um hlátur hafa verið settar fram á sviði málvísinda, sálfræði og lífeðlisfræði. Síðan er gerð nánari grein fyrir kenningum sem rekja má til málvísinda og sálfræði og þar segir: ,,Flestar kenningar um hlátur eiga það sameiginlegt að skipa sér undir annað af tveimur hugtökum, yfirburði eða ósamræmi. Yfirburðakenningar ganga út frá sálfræðilegum grunni, að hlátur sé tjáning yfirburðakenndar okkar gagnvart öðrum, sérstaklega keppinautum okkar. Þá kennd upplifum við ef við sjáum eitthvað ófullkomið, óeðlilegt, við aðra. Ósamræmiskenningar beina athyglinni að tungumálinu og rökleysunni sem virðist einkenna það sem okkur finnst fyndið. Slíkar kenningar sjá gjarnan eitthvað óeðlilegt við það sem vekur hlátur og kalla á hugtök eins og fáránleika til að skýra út fyndni." Skop getur verið mjög sterkt vopn í baráttu eða keppni á milli manna. Það getur verið sterkt vopn að gera andstæðinginn hlægilegan, stundum þykir það meira segja ókurteisi og talið að ekki eigi að grípa til slíkra vopna. Skop getur einnig verið sterkt afl í þjóðmálaumræðunni og jafnvel veitt óprúttnum stjórnmálamönnum og öðrum þeim sem hafa sig í frammi á opinberum vettvangi aðhald sem stundum er nauðsynlegt. Spaugstofan hefur verið öflugt tæki í þessum efnum hér á landi. Þeir félagar hafa verið bráðskemmtilegir og beittir í fjöldamörg ár. Nú um helgina héldu þeir upp á 20 ára samstarfsafmæli. Þá brá svo við einn helsti skemmtikrafturinn í afmælisveislunni var forsætisráðherrann. Allavega fannst þeim sem útbúa ofan í okkur fréttirnar það skemmtilegast og fréttnæmast úr veislunni að sá ágæti maður gerði grín að sjálfum sér. Auðvitað er það hið besta mál að menn hafi húmor fyrir sjálfum sér og kannski ekkert annað en skapvonska að hafa orð á því. Á hinn bóginn veltir maður fyrir sér hvort broddurinn fari ekki svolítið úr gagnrýninni og aðhaldinu þegar menn eru allir komnir í eina sæng. Ég tók eftir því um daginn að fréttaþulurinn útvarpsstjórinn lék stórt hlutverk í Spaugstofunni og mig minnir að fyrrverandi forsætisráðherrann og seðlabankastjórinn nýskipaði hafi fengið hlutverk í áramótaskaupinu. Nú eru þessir menn kannski ágætlega til þess fallnir að leika sjálfa sig og væntanlega engir betri í það, mér finnst hins vegar broddurinn vera farinn úr skopinu eða skaupinu þegar þannig háttar. Og fyrst ég er farin að agnúast út í stjórnmálamennina og fyrirmennin í grínþáttunum, þá er best að ég haldi áfram að skapvonskast og nú út í glamúrsamkundu fræga fólksins, hvort heldur það er Gríman eða Eddan. Á þessum hátíðum eru þessir opinberu starfsmenn, ráðherrarnir, í hlutverkum þula og verðlaunagjafa, uppádubbaðir og -dubbaðar í kvikmyndastjörnugervum. Það er alveg magnað hvað það virðist vera fátt fólk til að sinna hinum ýmsu hlutverkum sem þarf að sinna í þessu landi. Hvort heldur það er á skemmtisamkundum af þessu tagi eða bara almennt þegar eitthvað þarf að gera. Eins og þegar byggja á spítala, þá eru allt í einu pólitíkusar komnir í þá framkvæmdanefnd með stjórnendum stofnana sem á að byggja yfir. Ég hef séð einhver skrif um að formaður framkvæmdanefndarinnar hafi mikla reynslu af stórbyggingum. Sannast að segja átta ég mig ekki á hvort menn eru að grínast eða hvort þeim sé fúlasta alvara með það að Alfreð Þorsteinsson hafi akkúrat þá reynslu sem til þarf til að stjórna þessu verki. Sjálfri finnst mér sú skipan nánast móðgun við okkur sem borgum skatta í þessu landi. En svona er nú komið að þátttaka pólitíkusanna í gríninu öllu saman er orðin svo mikil og að því er virðist sjálfsögð að allt er komið í einn graut og stundum er erfitt að greina hvað er fréttir og hvað er skop. Þegar svo er komið er allt bit komið úr skopinu og þá vantar því miður einn mikilvægan hlekk í aðhaldið sem öllum sem fara með vald er nauðsynlegt.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun