Samfylkingin þarf að eflast 4. desember 2005 06:00 Skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna hafa um nokkurt skeið ekki verið uppörvandi fyrir Samfylkinguna. Niðurstöður Gallup sem birtar voru nú í byrjun mánaðarins benda til þess að flokkurinn eigi við alvarlegan vanda að stríða. Samfylkingin mælist nú aðeins með 25% fylgi. Á sama tíma eflist Sjálfstæðisflokkurinn með hverri könnun og mælist með tæplega 43% fylgi. Ekki er lengra síðan en í alþingiskosningunum vorið 2003 að talið var mögulegt að Samfylkingin yrði stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Nú skilur himinn og haf flokkana. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir að unnið sé að "innra starfi" og tölurnar muni breytast. Óljóst er við hvað hún á nákvæmlega, en kannski er hún að vísa til þess að starfshópar framtíðarnefndar skili niðurstöðum. En heldur er það þá óraunsætt ef formaðurinn trúir því að einhverjar yfirlýsingar frá stefnuskrárnefndum, sama hve vandaðar eru, snúi í snarheitum við því sem greinilega er þung öfugþróun og undiralda. Einkennilegt er að sjá ýmsa forystumenn Samfylkingarinnar skeyta skapi sínu á Staksteinum Morgunblaðsins vegna þess andbyrs sem flokkurinn mætir. Menn geta haft sínar skoðanir á þessum pistlum ritstjóra Morgunblaðsins en það er flótti frá veruleikanum ef menn telja sér trú um að þau skrif hafi einhver áhrif á fylgi stjórnmálaflokkanna. Rætur vandans, fylgistapsins, eru hjá Samfylkingunni sjálfri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var ótvíræður og skörulegur foringi Reykjavíkurlistans meðan hún var borgarstjóri. Henni hefur ekki tekist að skapa sér sömu stöðu innan Samfylkingarinnar. Um sumt minnir hlutskipti hennar þar á tíma Geirs Hallgrímssonar og Þorsteins Pálssonar í Sjálfstæðisflokknum, en þeir glímdu báðir við smákóngaveldi. Davíð Oddssyni tókst að brjóta það á bak aftur. Kannski ætti Ingibjörg Sólrún að kynna sér hvernig hann fór að. Vandinn snýr þó ekki aðeins að persónum og leikendum. Um leið og draumur Samfylkingarinnar að losna við Davíð Oddsson úr íslenskum stjórnmnálum rættist mýktist áreiðanlega ásýnd Sjálfstæðisflokksins í huga margra reikulla kjósenda á miðju stjórnmálanna. Samfylkingin varð þá ekki eins áhugaverð og áður. Jafnframt hefur það gerst að öflug kvennasveit er risin upp í Sjálfstæðisflokknum, og þar eru engar "slæðukonur" á ferð heldur harðjaxlar sem eiga eftir að verða áberandi á stjórnmálasviðinu næstu árin. Samfylkingin og vinstri flokkarnir hafa ekki sömu sérstöðu og áður í augum kvenþjóðarinnar. Andstæðingar Samfylkingarinnar hafa að vonum fyllst Þórðargleði yfir óförum flokksins og formannsins. En fyrir lýðræði og heilbrigð stjórnmál á Íslandi er það ekki gott að höfuðflokkur stjórnarandstöðunnar sé veikur og vanmegna. Það þarf að vera ákveðið jafnvægi á þessum vettvangi. Þess vegna er ástæða til að vonast eftir því að Ingibjörg Sólrún hafi rétt fyrir sér þegar hún spáir því að Samfylkingin muni innan tíðar ná vopnum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna hafa um nokkurt skeið ekki verið uppörvandi fyrir Samfylkinguna. Niðurstöður Gallup sem birtar voru nú í byrjun mánaðarins benda til þess að flokkurinn eigi við alvarlegan vanda að stríða. Samfylkingin mælist nú aðeins með 25% fylgi. Á sama tíma eflist Sjálfstæðisflokkurinn með hverri könnun og mælist með tæplega 43% fylgi. Ekki er lengra síðan en í alþingiskosningunum vorið 2003 að talið var mögulegt að Samfylkingin yrði stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Nú skilur himinn og haf flokkana. Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir að unnið sé að "innra starfi" og tölurnar muni breytast. Óljóst er við hvað hún á nákvæmlega, en kannski er hún að vísa til þess að starfshópar framtíðarnefndar skili niðurstöðum. En heldur er það þá óraunsætt ef formaðurinn trúir því að einhverjar yfirlýsingar frá stefnuskrárnefndum, sama hve vandaðar eru, snúi í snarheitum við því sem greinilega er þung öfugþróun og undiralda. Einkennilegt er að sjá ýmsa forystumenn Samfylkingarinnar skeyta skapi sínu á Staksteinum Morgunblaðsins vegna þess andbyrs sem flokkurinn mætir. Menn geta haft sínar skoðanir á þessum pistlum ritstjóra Morgunblaðsins en það er flótti frá veruleikanum ef menn telja sér trú um að þau skrif hafi einhver áhrif á fylgi stjórnmálaflokkanna. Rætur vandans, fylgistapsins, eru hjá Samfylkingunni sjálfri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var ótvíræður og skörulegur foringi Reykjavíkurlistans meðan hún var borgarstjóri. Henni hefur ekki tekist að skapa sér sömu stöðu innan Samfylkingarinnar. Um sumt minnir hlutskipti hennar þar á tíma Geirs Hallgrímssonar og Þorsteins Pálssonar í Sjálfstæðisflokknum, en þeir glímdu báðir við smákóngaveldi. Davíð Oddssyni tókst að brjóta það á bak aftur. Kannski ætti Ingibjörg Sólrún að kynna sér hvernig hann fór að. Vandinn snýr þó ekki aðeins að persónum og leikendum. Um leið og draumur Samfylkingarinnar að losna við Davíð Oddsson úr íslenskum stjórnmnálum rættist mýktist áreiðanlega ásýnd Sjálfstæðisflokksins í huga margra reikulla kjósenda á miðju stjórnmálanna. Samfylkingin varð þá ekki eins áhugaverð og áður. Jafnframt hefur það gerst að öflug kvennasveit er risin upp í Sjálfstæðisflokknum, og þar eru engar "slæðukonur" á ferð heldur harðjaxlar sem eiga eftir að verða áberandi á stjórnmálasviðinu næstu árin. Samfylkingin og vinstri flokkarnir hafa ekki sömu sérstöðu og áður í augum kvenþjóðarinnar. Andstæðingar Samfylkingarinnar hafa að vonum fyllst Þórðargleði yfir óförum flokksins og formannsins. En fyrir lýðræði og heilbrigð stjórnmál á Íslandi er það ekki gott að höfuðflokkur stjórnarandstöðunnar sé veikur og vanmegna. Það þarf að vera ákveðið jafnvægi á þessum vettvangi. Þess vegna er ástæða til að vonast eftir því að Ingibjörg Sólrún hafi rétt fyrir sér þegar hún spáir því að Samfylkingin muni innan tíðar ná vopnum sínum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun