Innlent

Hluti Bolvíkinga snýr heim

66 íbúar sem þurftu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu í Bolungarvík fengu að snúa aftur heim til sín í gær eftir að almannavarnanefnd aflétti hættuástandi á því svæði. 26 manns bíða því enn eftir að hættuástandið gangi yfir en þangað til búa flestir hjá annað hvort ættingjum eða vinum, en nokkrir gista í húsnæði sem bæjarfélagið útvegar. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir erfitt að spá til um hvenær restin af fólkinu kemst heim til sín en veðurspá sé ágæt og á hádegi í dag mun almannavarnanefnd Bolungarvíkur hittast og endurmeta stöðuna. Í fyrradag fengu 46 manns að snúa heim á Ísafirði og í Hnífsdal eftir að hættuástandi var aflétt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×