Mikil upplifun að spila með Óla 9. janúar 2005 00:01 Handboltakappinn Alexander Petersson spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd gegn Svíum í vikunni sem leið. Petersson, sem er borinn og barnfæddur í Lettlandi, stóð sig framar vonum og skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur. Frammistaða hans í leikjunum tveimur gerir það að verkum að hann verður líklega í byrjunarliðinu í hægra horninu á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst 23. janúar næstkomandi. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann hleypti heimdraganum í Lettlandi og ákvað fara til Íslands að spila handbolta sumarið 1998. Hann gekk í raðir Gróttu/KR og vakti fljótt athygli fyrir frábæra frammistöðu. Petersson spilaði með Gróttu/KR í fimm ár og var með bestu leikmönnum íslensku deildarinnar áður en hann gerðist atvinnumaður hjá þýska liðinu Düsseldorf sumarið 2003. Í byrjun þess árs fékk hann íslenskan ríkisborgararétt en þurfti að bíða í þrjú ár áður en hann var löglegur með íslenska landsliðinu. Petersson er giftur Eivoru Pálu Blöndal og saman eiga þau ellefu mánaða gamlan son, Lúkas Jóhannes. Petersson hefur staðið sig mjög vel með Düsseldorf. Hann var lykilmaður í liðinu á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild og núna hefur hann skorað 65 mörk fyrir liðið í 1. deildinni. Fréttablaðið ræddi við hann á laugardaginn þar sem hann horfði á Evrópuleik kvennaliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Petersson sagði aðspurður að það hefði verið mjög skemmtilegt að spila fyrstu leikina með íslenska landsliðinu. "Ég fékk að spila meira en ég átti von og var ángæður með mína eigin frammistöðu. Það kom mér á óvart hversu vel mér var tekið af hópnum og ég sá fljótt að andinn er frábær í liðinu.". Uppáhaldsleikmaður Peterssons í gegnum tíðina hefur verið Ólafur Stefánsson og hann sagði það hafa verið mikla upplifun að spila með honum í liði í fyrsta sinn. "Ég var stressaður fyrir leikinn en eftir að ég fékk fyrstu sendinguna frá honum þá hvarf allt stress. Hann er frábær leikmaður og það var mjög gaman að fá loksins tækifæri til að spila með manni sem ég lít mikið upp til.". Hann sagði aðspurður vonast til að íslenska liðið yrði eitt af átta efstu á heimsmeistaramótinu í Túnis ef allt gengi upp. "Við erum með gott lið og eigum að stefna hátt. Það getur hins vegar allt gerst á svona mótum en ég vona að allir nái að sýna sitt besta." Eins og áður hefur komið fram þá er Petersson að spila sitt annað ár hjá þýska liðinu Düsseldorf en hann er ekkert sérstaklega ánægður hjá félaginu og er farinn að hugsa sér til hreyfings. Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2006 en hann er með klásúlu í samning sínum sem gerir það að verkum að hann getur losnað í sumar. "Það er ekki mikill atvinnumannabragur á mörgum liðum í Þýskalandi. Það eru kannski fimm til sex bestu liðin sem eru raunveruleg atvinnumannalið en önnur lið eru einfaldlega áhugamenn í atvinnumennsku. Það var til dæmis miklu meiri atvinnumannabragur hjá Gróttu/KR heldur en er í Düsseldorf. Ég er farinn að hugsa mér til hreyfings og hef fengið fyrirspurnir frá öðrum liðum. Ég ætla hins vegar að bíða með að gera neitt þar til að heimsmeistaramótið er búið en fljótlega eftir það mun ég ákveða hvað ég geri," sagði Petterson. Íslenski handboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira
Handboltakappinn Alexander Petersson spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd gegn Svíum í vikunni sem leið. Petersson, sem er borinn og barnfæddur í Lettlandi, stóð sig framar vonum og skoraði sjö mörk í leikjunum tveimur. Frammistaða hans í leikjunum tveimur gerir það að verkum að hann verður líklega í byrjunarliðinu í hægra horninu á heimsmeistaramótinu í Túnis sem hefst 23. janúar næstkomandi. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann hleypti heimdraganum í Lettlandi og ákvað fara til Íslands að spila handbolta sumarið 1998. Hann gekk í raðir Gróttu/KR og vakti fljótt athygli fyrir frábæra frammistöðu. Petersson spilaði með Gróttu/KR í fimm ár og var með bestu leikmönnum íslensku deildarinnar áður en hann gerðist atvinnumaður hjá þýska liðinu Düsseldorf sumarið 2003. Í byrjun þess árs fékk hann íslenskan ríkisborgararétt en þurfti að bíða í þrjú ár áður en hann var löglegur með íslenska landsliðinu. Petersson er giftur Eivoru Pálu Blöndal og saman eiga þau ellefu mánaða gamlan son, Lúkas Jóhannes. Petersson hefur staðið sig mjög vel með Düsseldorf. Hann var lykilmaður í liðinu á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér sæti í efstu deild og núna hefur hann skorað 65 mörk fyrir liðið í 1. deildinni. Fréttablaðið ræddi við hann á laugardaginn þar sem hann horfði á Evrópuleik kvennaliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Petersson sagði aðspurður að það hefði verið mjög skemmtilegt að spila fyrstu leikina með íslenska landsliðinu. "Ég fékk að spila meira en ég átti von og var ángæður með mína eigin frammistöðu. Það kom mér á óvart hversu vel mér var tekið af hópnum og ég sá fljótt að andinn er frábær í liðinu.". Uppáhaldsleikmaður Peterssons í gegnum tíðina hefur verið Ólafur Stefánsson og hann sagði það hafa verið mikla upplifun að spila með honum í liði í fyrsta sinn. "Ég var stressaður fyrir leikinn en eftir að ég fékk fyrstu sendinguna frá honum þá hvarf allt stress. Hann er frábær leikmaður og það var mjög gaman að fá loksins tækifæri til að spila með manni sem ég lít mikið upp til.". Hann sagði aðspurður vonast til að íslenska liðið yrði eitt af átta efstu á heimsmeistaramótinu í Túnis ef allt gengi upp. "Við erum með gott lið og eigum að stefna hátt. Það getur hins vegar allt gerst á svona mótum en ég vona að allir nái að sýna sitt besta." Eins og áður hefur komið fram þá er Petersson að spila sitt annað ár hjá þýska liðinu Düsseldorf en hann er ekkert sérstaklega ánægður hjá félaginu og er farinn að hugsa sér til hreyfings. Samningur hans við félagið rennur út sumarið 2006 en hann er með klásúlu í samning sínum sem gerir það að verkum að hann getur losnað í sumar. "Það er ekki mikill atvinnumannabragur á mörgum liðum í Þýskalandi. Það eru kannski fimm til sex bestu liðin sem eru raunveruleg atvinnumannalið en önnur lið eru einfaldlega áhugamenn í atvinnumennsku. Það var til dæmis miklu meiri atvinnumannabragur hjá Gróttu/KR heldur en er í Düsseldorf. Ég er farinn að hugsa mér til hreyfings og hef fengið fyrirspurnir frá öðrum liðum. Ég ætla hins vegar að bíða með að gera neitt þar til að heimsmeistaramótið er búið en fljótlega eftir það mun ég ákveða hvað ég geri," sagði Petterson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti