Fjórða hamingjusamasta þjóðin 10. janúar 2005 00:01 Íslendingar ættu að gleyma París og New York í leitinni að hamingjunni og vera frekar heima hjá sér eða fara til Danmerkur eða Írlands. Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýjum lista yfir hamingju hundrað og tólf þjóða. Listinn er byggður á gagnabanka hollenska félagsfræðiprófessorsins Ruuts Veenhofens sem starfar við Erasmus-háskólann í Rotterdam. Hann hefur gert ítarlega úttekt og rannsakað hamingju hundrað og tólf þjóða og styðst við kannanar frá árunum 1946 til 2004. Samkvæmt rannsóknunum eru Danir, Maltverjar og Svisslendingar hamingjusömustu þjóðir í heimi og á eftir þeim koma Íslendingar og Írar. Þetta þýðir því að dregið hefur úr hamingju Íslendinga að undanförnu því fyrir um áratug sýndu rannsóknir að þeir voru hamingjusamasta þjóð í heimi. En þótt við séum ekki eins glöð og ánægð og fyrir um tíu árum þá leiðir nýja rannsóknin meðal annars í ljós að Íslendingar séu mun hamingjusamari en Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Minnsta hamingjan, samkvæmt gagnabanka Veenhofens, ríkir í löndum á borð við Armeníu, Úkraínu, Zimbabve, og Tansaníu. Íbúar í Afríkuríkinu Gana eru hins vegar ofarlega á hamingjulistanum að þessu sinni og eru þeir til að mynda hamingjusamari en Svíar, Hollendingar, Kanadamenn, og íbúar í Gvatemala. Margt skiptir máli í þessu sambandi að mati Veenhofens. Meðal annars virðast hamingjusamar þjóðir vera ríkar, þeim virðist ennfremur vera vel stjórnað, auk þess sem lýðræði er sterkt í löndunum. Þá virðist einnig meiri hamingja ríkja hjá þjóðum sem búa við milt loftslag heldur en þeim löndum þar sem hiti er mikill. Bent er á að í gamla daga hafi konur og menn í köldum löndum þurft að vinna mikið saman og sýna samstöðu til að lifa af. Það hafi skapað jafnræði í samfélaginu sem skili sér í meiri hamingju í nútímanum. Heilsa Innlent Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Íslendingar ættu að gleyma París og New York í leitinni að hamingjunni og vera frekar heima hjá sér eða fara til Danmerkur eða Írlands. Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýjum lista yfir hamingju hundrað og tólf þjóða. Listinn er byggður á gagnabanka hollenska félagsfræðiprófessorsins Ruuts Veenhofens sem starfar við Erasmus-háskólann í Rotterdam. Hann hefur gert ítarlega úttekt og rannsakað hamingju hundrað og tólf þjóða og styðst við kannanar frá árunum 1946 til 2004. Samkvæmt rannsóknunum eru Danir, Maltverjar og Svisslendingar hamingjusömustu þjóðir í heimi og á eftir þeim koma Íslendingar og Írar. Þetta þýðir því að dregið hefur úr hamingju Íslendinga að undanförnu því fyrir um áratug sýndu rannsóknir að þeir voru hamingjusamasta þjóð í heimi. En þótt við séum ekki eins glöð og ánægð og fyrir um tíu árum þá leiðir nýja rannsóknin meðal annars í ljós að Íslendingar séu mun hamingjusamari en Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Minnsta hamingjan, samkvæmt gagnabanka Veenhofens, ríkir í löndum á borð við Armeníu, Úkraínu, Zimbabve, og Tansaníu. Íbúar í Afríkuríkinu Gana eru hins vegar ofarlega á hamingjulistanum að þessu sinni og eru þeir til að mynda hamingjusamari en Svíar, Hollendingar, Kanadamenn, og íbúar í Gvatemala. Margt skiptir máli í þessu sambandi að mati Veenhofens. Meðal annars virðast hamingjusamar þjóðir vera ríkar, þeim virðist ennfremur vera vel stjórnað, auk þess sem lýðræði er sterkt í löndunum. Þá virðist einnig meiri hamingja ríkja hjá þjóðum sem búa við milt loftslag heldur en þeim löndum þar sem hiti er mikill. Bent er á að í gamla daga hafi konur og menn í köldum löndum þurft að vinna mikið saman og sýna samstöðu til að lifa af. Það hafi skapað jafnræði í samfélaginu sem skili sér í meiri hamingju í nútímanum.
Heilsa Innlent Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira