Innlent

Staðföst en tækifærissinnuð

Leiðtogar staðfastra ríkja fá ekki háa einkunn í nýlegum greinaflokki Nicholas D. Kristof sem skrifar pistla tvisvar í viku á leiðaraopnu The New York Times. Krystof ferðaðist til nokkurra þessara ríkja og komst að þeirri niðurstöðu að þeir sem á annað borð styddu stefnu Bandaríkjanna í Írak gerðu það í eiginhagsmunaskyni. Niðurstaða Kristofs eftir heimsókn til Eistlands í byrjun desember á síðasta ári var sú að Eistar teldu að vera eistneskra hermanna í Írak tryggði að Bandaríkin væru siðferðislega skuldbundin til að verja Eista gegn Rússum. Hann bendir á að vinsælt kosningaloforð Júsjenkós, nýkjörins forseta Úkraínu, hefði verið að kalla herinn heim frá Írak. "Vandamálið við þetta bandalag okkar er að það samanstendur að mestu af leiðtogum sem treysta á umbun, fremur en raunverulegum stuðningsþjóðum. Tony Blair trúir á Íraksstríðið en önnur bandalagsríki eru að langmestu leyti tækifærissinnar sem eru að koma sér í mjúkinn hjá stjórn Bush."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×