Innlent

Kostnaðarsamur mokstur á Akureyri

Talsvert fannfergi er nú á Akureyri og er kostnaður bæjarfélagsins við snjómokstur ærinn. Það má áætla að hann kosti bæjarbúa árlega um 40 milljónir króna samkvæmt fréttavef Akureyrar en árið 2004 nam kostnaðurinn um eða yfir 48 milljónum. Mikið er lagt upp úr því að ryðja sem fyrst snjó af götum bæjarins og þá ekki síst strætisvagnaleiðum, tengibrautum og gönguleiðum til og frá skóla til að tryggja öryggi vegfarenda og bæta samgöngur. Þessar aðgerðir eru kostnaðarsamar og samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdadeild Akureyrarbæjar fellur mestur kostnaður til í janúar og febrúar ár hvert. Þar á eftir kemur síðan desember. Þessi kostnaður virðist fara vaxandi ef marka má tölur frá framkvæmdadeildinni. Árið 2002 var rúmum 37 milljónum varið til snjómoksturs, liðlega 41 milljón árið 2003 og, sem áður segir, 48 milljónum á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×