Erlent

Geysileg öryggisgæsla í Washington

Sex þúsund lögreglumenn og 2500 hundruð hermenn verða í viðbragðsstöðu vegna embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta sem fram fer í Washington í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna er svarinn í embætti eftir hryðjuverkin þann 11. september árið 2001 og tekur öryggisgæslan mið af því. Mótmælendur settu mark sitt á embættistöku Bush fyrir fjórum árum og ætlar lögregla að taka sérstaklega hart á öllum tilraunum til þess að trufla athöfnina í dag og segist munu beita fjöldahandtökum ef þess þurfi með. Það verður engu til sparað við athöfnina í dag þar sem meðal annars fara fram tónleikar, dansleikur, kvöldverðir og fjöldi uppákoma af ýmsu tagi. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna kostnaðinn við athöfnina í dag, sem nemur um fjörutíu milljónum Bandaríkjadala, og segja að honum hefði verið betur varið í að ná niður fjárlagahallanum eða styrkja fórnarlömb hamfaranna í Asíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×