Repúblikanar áhyggjufullir vegna „svarta nasistans“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2024 13:54 Mark Robinson var ekki að vegna vel í Norður-Karólínu áður en hann var bendlaður við ýmis umdeild ummæli á spjallþræði klámsíðu. AP/Matt Rourke Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafa áhyggjur af því að þeir muni tapa öllum þeim árangri sem náðst hafi í ríkinu á undanförnum árum og að framboð hans muni koma niður á flokknum í komandi forsetakosningum. Er það vegna Mark Robinson, frambjóðenda þeirra til embættis ríkisstjóra en hann var nýverið sakaður um að hafa látið falla mjög svo umdeild ummæli á spjallborði klámsíðu. Meðal þess sem Robinson er sagður hafa sagt þar er að hann vildi endurvekja þrælahald og lýsti hann sér sem „svörtum nasista“, svo eitthvað sé nefnt. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson sem hefur ekki verið að standa sig vel í skoðanakönnunum. CNN vakti athygli á ummælunum og sagði þau koma frá Robinson en ummælin tengjast póstfangi sem Robinson hefur notað annars staðar á netinu og persónulegar upplýsingar sem hann gaf upp á klámsíðunni stemma við hann. Robinson, sem á sér langa sögu umdeildra ummæla, hefur neitað þessum ásökunum og hafa ummælin verið fjarlægð af síðunni „Nakin Afríka“. Sjá einnig: Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu AP fréttaveitan segir frá því að forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafi hvatt Robinson til að stíga til hliðar en hann segir það ekki koma til greina. Ríkið er eitt af sjö mikilvægustu ríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember en nánast enginn munur hefur mælst á Kamölu Harris og Trump í könnunum þar. Óvinsældir Robinson gætu komið niður á Donald Trump í Norður-Karólínu, þar sem lítill sem enginn munur hefur mælst á fylgi hans og Kamölu Harris.AP/Evan Vucci Óttast um aukin meirihluta Árið 2013 náðu Repúblikanar tökum á báðum deildum ríkisþings Norður-Karólínu og embætti ríkisstjóra. Síðan þá hafa Repúblikanar gert umfangsmiklar breytingar í ríkinu og breytt leikreglunum þar sér í hag. Þeir hafa meðal annars teiknað upp kjördæmin til að herða tök sín á þingdeildunum og Hæstarétti Norður-Karólínu, sem gerði Repúblikönum kleift að gera enn frekari breytingar á kjördæmum. Demókrati var kjörinn ríkisstjóri árið 2016 en með breyttum kjördæmum náðu Repúblikanar auknum meirihluta á þingi, sem þeir notuðu til að banna þungunarrof eftir tólf vikur, sem er áður en margar konur vita að þær eru óléttar, þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórans. Repúblikanar höfðu bundið miklar vonir við að ná ríkisstjóraembættinu aftur á þessu ári, samkvæmt frétt New York Times. Robinson hefur komið illa út úr skoðanakönnunum og eru Repúblikanar hættir að láta sig dreyma um að ná tökum á embætti ríkisstjóra aftur að þessu sinni. Þeir óttast þó að óvinsældir Robinson muni hafa áhrif á aðra frambjóðendur og að slæmt gengi gæti kostað flokkinn aukin meirihluta og þannig gæti ríkisstjóri frá Demókrataflokknum beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum frá þeim. Trump hefur ekki dregið stuðning sinn við Robinson til baka en þó er búið að tilkynna að ríkisstjóraframbjóðandinn verði ekki með Trump þegar hann heimsækir Norður-Karólínu í dag. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07 Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19 Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Meðal þess sem Robinson er sagður hafa sagt þar er að hann vildi endurvekja þrælahald og lýsti hann sér sem „svörtum nasista“, svo eitthvað sé nefnt. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson sem hefur ekki verið að standa sig vel í skoðanakönnunum. CNN vakti athygli á ummælunum og sagði þau koma frá Robinson en ummælin tengjast póstfangi sem Robinson hefur notað annars staðar á netinu og persónulegar upplýsingar sem hann gaf upp á klámsíðunni stemma við hann. Robinson, sem á sér langa sögu umdeildra ummæla, hefur neitað þessum ásökunum og hafa ummælin verið fjarlægð af síðunni „Nakin Afríka“. Sjá einnig: Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu AP fréttaveitan segir frá því að forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafi hvatt Robinson til að stíga til hliðar en hann segir það ekki koma til greina. Ríkið er eitt af sjö mikilvægustu ríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember en nánast enginn munur hefur mælst á Kamölu Harris og Trump í könnunum þar. Óvinsældir Robinson gætu komið niður á Donald Trump í Norður-Karólínu, þar sem lítill sem enginn munur hefur mælst á fylgi hans og Kamölu Harris.AP/Evan Vucci Óttast um aukin meirihluta Árið 2013 náðu Repúblikanar tökum á báðum deildum ríkisþings Norður-Karólínu og embætti ríkisstjóra. Síðan þá hafa Repúblikanar gert umfangsmiklar breytingar í ríkinu og breytt leikreglunum þar sér í hag. Þeir hafa meðal annars teiknað upp kjördæmin til að herða tök sín á þingdeildunum og Hæstarétti Norður-Karólínu, sem gerði Repúblikönum kleift að gera enn frekari breytingar á kjördæmum. Demókrati var kjörinn ríkisstjóri árið 2016 en með breyttum kjördæmum náðu Repúblikanar auknum meirihluta á þingi, sem þeir notuðu til að banna þungunarrof eftir tólf vikur, sem er áður en margar konur vita að þær eru óléttar, þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórans. Repúblikanar höfðu bundið miklar vonir við að ná ríkisstjóraembættinu aftur á þessu ári, samkvæmt frétt New York Times. Robinson hefur komið illa út úr skoðanakönnunum og eru Repúblikanar hættir að láta sig dreyma um að ná tökum á embætti ríkisstjóra aftur að þessu sinni. Þeir óttast þó að óvinsældir Robinson muni hafa áhrif á aðra frambjóðendur og að slæmt gengi gæti kostað flokkinn aukin meirihluta og þannig gæti ríkisstjóri frá Demókrataflokknum beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum frá þeim. Trump hefur ekki dregið stuðning sinn við Robinson til baka en þó er búið að tilkynna að ríkisstjóraframbjóðandinn verði ekki með Trump þegar hann heimsækir Norður-Karólínu í dag.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07 Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19 Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07
Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19
Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16