Innlent

Dreifbýli megi síst við hækkunum

Húshitunarkostnaður á Vestfjörðum hækkar um 70 til 80 milljónir króna á ári, eða um hátt í tíu þúsund krónur á hvert mannsbarn, í kjölfar breytinga á rekstrarumhverfi raforkufyrirtækja. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður segir að strjálbýlið megi alls ekki við slíku og að leita verði allra leiða til að koma í veg fyrir þetta. Einar segir að ekki sé annað til ráða en að snúa þróuninni við. Vestfirðingar geti ekki látið það yfir sig ganga að uppstokkun á fyrirkomulagi á framleiðslu, sölu og dreifingu á rafmagni verði til þess að húshitunarkostnaður í þéttbýli á Vestfjörðum hækki um 12,5% og í dreifbýli um 45%. Sambærilegar tölur hafi heyrst vítt og breitt um landið. Aðspurður hvernig koma eigi því við ef ný lög banni niðurgreiðslu á rafmagni segir Einar að þær niðurgreiðslur sem hafi átt sér stað innan raforkukerfisins séu ekki lengur heimilar. Hins vegar banni ekkert aðrar niðurgreiðslur og ekki megir gleyma því að ríkisvaldið hyggist verja 900 milljónum króna til þess að lækka húshitunarkostnað á landsbyggðinni þar sem hann hafi verið mestur fyrir. Einar segir hækkanirnar íþyngjandi fyrir byggðirnar og hann vekur sérstaka athygli á því að húshitunarkostnaður í dreifbýlinu, í sveitum, hækki sérstaklega mikið. Öllum sé ljóst að fólk í sveitum megi síst af öllu við því þar sem lífskjörin þar hafi almennt verið talin lakari en á þéttbýlisstöðum sem hafi getað aflað tekna á annan hátt



Fleiri fréttir

Sjá meira


×