Innlent

Margoft bent á loftlagshlýnun

"Fræðimenn hafa bent á það lengi að þegar hlýnun kemst á ákveðið stig mun það kerfi halda áfram óháð aðgerðum og það er því svo sem ekkert nýtt í þessu hvað það varðar," segir Helgi Jensson, forstöðumaður á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar, um fréttir af nýútkominni skýrslu um loftslagshlýnun og afleiðingar þeirra. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá því að í skýrslunni kemur fram að að afleiðingar hlýnunarinnar geti verið að Grænlandsjökull bráðni og Golfstraumurinn heyri sögunni til. Þessar kenningar eru ekki nýjar af nálinni en í skýrslunni er meðal annars sagt að það verði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda því eftir tíu ár verði of seint að snúa þróuninni við. Helgi segist ekki getað tjáð sig um þau tímamörk þar sem hann hafi ekki lesið skýrsluna, sem kom út í gær, og viti því ekki út frá hvaða forsendum hún er unnin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×