Þrýst hart á íslensk stjórnvöld 9. febrúar 2005 00:01 Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin. Það vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur valdið miklum deilum æ síðan að nafn Íslands birtist á lista innrásarþjóðanna í Írak. Fram að því hafði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ítrekað lýst því yfir að hann væri fylgjandi friðsamlegri lausn. Nákvæmlega á þessum tímapunkti, 18. mars, varð ekki séð að eitthvað hefði gerst í Íraksmálinu sjálfu sem kallaði á þessa vendingu íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali sem tekið var við Halldór seint í gær skýrir hann í fyrsta sinn frá því hvað nákvæmlega varð til þess að Ísland lenti á þessum lista. Halldór segir að Bandaríkjamenn hafi haft samband við íslensk stjórnvöld og beðið um pólistískan stuðning í málinu eins og gert hafi verið í mörgum öðrum málum. Ef Íslendingar hefðu neitað hefði það verið veruleg stefnubreyting af hálfu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Bandaríkjastjórn beitti miklum diplómatískum þrýstingi til að fá fram þessa niðurstöðu en Halldór segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld standi með sínum helstu vinaþjóðum. Hann viðurkennir líta megi á Íraksmálið í samhengi við varnarhagsmuni Íslands og að óbeint tengist þetta varnarsamningunum. Það hafi hins vegar ekki verið nein bein tengsl á milli málanna. Ekki hafi verið nein loforð af hálfu Bandaríkjanna eða skilyrði af hálfu Íslendinga eins og komið hafi ljós rétt fyrir Alþingiskosningar 2003. Þarna er Halldór að vísa í ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að draga orrustuþoturnar einhliða frá Keflavíkurflugvelli. Það kom íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi þess að Ísland var nýbúið að veita Bandaríkjastjórn stuðning í Íraksmálinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í Íslandi í dag á Veftíví. Þar lýsir Halldór meðal annars í fyrsta sinn þeirri athyglisverðu atburðarás sem leiddi að ákvörðuninni 18. mars, bregst við gagnrýni Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, útskýrir samskiptin við Davíð, talar um það af hverju hann var ósáttur við lista Bandaríkjamanna og hvað hann hefði getað gert öðruvísi í þessu máli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin. Það vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur valdið miklum deilum æ síðan að nafn Íslands birtist á lista innrásarþjóðanna í Írak. Fram að því hafði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ítrekað lýst því yfir að hann væri fylgjandi friðsamlegri lausn. Nákvæmlega á þessum tímapunkti, 18. mars, varð ekki séð að eitthvað hefði gerst í Íraksmálinu sjálfu sem kallaði á þessa vendingu íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali sem tekið var við Halldór seint í gær skýrir hann í fyrsta sinn frá því hvað nákvæmlega varð til þess að Ísland lenti á þessum lista. Halldór segir að Bandaríkjamenn hafi haft samband við íslensk stjórnvöld og beðið um pólistískan stuðning í málinu eins og gert hafi verið í mörgum öðrum málum. Ef Íslendingar hefðu neitað hefði það verið veruleg stefnubreyting af hálfu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Bandaríkjastjórn beitti miklum diplómatískum þrýstingi til að fá fram þessa niðurstöðu en Halldór segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld standi með sínum helstu vinaþjóðum. Hann viðurkennir líta megi á Íraksmálið í samhengi við varnarhagsmuni Íslands og að óbeint tengist þetta varnarsamningunum. Það hafi hins vegar ekki verið nein bein tengsl á milli málanna. Ekki hafi verið nein loforð af hálfu Bandaríkjanna eða skilyrði af hálfu Íslendinga eins og komið hafi ljós rétt fyrir Alþingiskosningar 2003. Þarna er Halldór að vísa í ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að draga orrustuþoturnar einhliða frá Keflavíkurflugvelli. Það kom íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi þess að Ísland var nýbúið að veita Bandaríkjastjórn stuðning í Íraksmálinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í Íslandi í dag á Veftíví. Þar lýsir Halldór meðal annars í fyrsta sinn þeirri athyglisverðu atburðarás sem leiddi að ákvörðuninni 18. mars, bregst við gagnrýni Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, útskýrir samskiptin við Davíð, talar um það af hverju hann var ósáttur við lista Bandaríkjamanna og hvað hann hefði getað gert öðruvísi í þessu máli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira