Amnesian mikla 13. febrúar 2005 00:01 Smám saman rifjast 18.mars 2003 upp fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Svartur dagur. Þá urðu smásamtöl milli skrifstofumanna og ráðherra að smásímtali til Bandaríkjanna. Í önn Halldórs þennan dag og lasleika Davíðs fæddist ný utanríkisstefna á Íslandi, ný stoð fyrir eyðileggingarstríð gegn Írökum. Þetta var þó af þeim félögum talið slíkt smámál að ekki var metið til minnismiða, né heldur greindu þeir samherjum sínum frá bralli sínu og símamasi. Svo varð styrjöld. Halldóri minnir að hann hafi aðallega samþykkt stríðsafnot af Keflavíkurvelli - eða var það nokkrum vikum fyrr sem það gerðist? Ennfremur að vilja styðja uppbyggingu í Írak ef til stríðs kæmi,ef þess yrði þá þörf. Með fyrirhöfn rifjar hann upp þann vilja sinn að forseti Íraks færi frá völdum. Annað man Halldór ekki gjörla frá annadeginum 18.mars. Löngu seinna heyrði Halldór um einhvern lista. Listinn var ekki hans mál rifjar Halldór upp. Einhverjir aðrir sömdu listann ! Og settu hann á CNN ! Nokkrum vikum seinna sýndi Davíð þá hreysti að segjast ekki harma þótt Sadam Hussein yrði fyrir kattarnef komið. Þá höfðu Bushdrengir einmitt sett fé til höfuðs forsetanum,honum skyldi náð lifandi eða helst dauðum. Á endanum var kallinn dreginn upp úr holu sinni. Sadam tórir enn, nú í fangaholu. Betur hefði hann orðið að kattarmat samkvæmt ósk Davíðs því mikill vandi er að ákæra og dæma þennan mann. Írak er nú sem kunnugt er löglaust samfélag og því án dómsstóla. Varla sæmir að senda Sadam í hóp götustrákanna,sem pyntaðir eru í löglaust í Guantanamo. Enn er réttarhöldum yfir Sadam nú frestað um ár í voninni að hann drepist. Alls ekki má nefna Alþjóðastríðsglæpadómsstól, stofnun sem Rumsfeld óttast manna mest. Matröð Rumsfelds er að verða þar klefafélagi Sadams og að alþjóðaglæpalög virki. Amnesian er alvarleg því gleymst hefur sjálf veraldardeilan í mars 2003, deilan um það hvort grundvöllur væntanlegar innrásar, gereyðingarvopn og meint hryðjuverkahreiður í Írak væri argasti lygauppspuni eða sannleikur. Aldrei gat líf eða dauði einnar persónu orðið orsök að eyðileggingarstríði sem sýnt var að mundi skaða milljónir manna. En í minningarbrotum Halldórs Ásgrímssonar skín aðeins á eitt þeirra: Sadam Hussein. Þannig ruglar Halldór saman í höfði sér persónulegri hefndarþráhyggju Bushfeðga og því málefni, sem réttlæta átti heilan styrjaldarrekstur gegn fullvalda þróunarlandi. Er þetta nýr minnisruglingur hjá Halldóri Ásgrímssyni eða upphaflegur miskilningur hans? Engir minnismiðar finnast, enginn stafkrókur, ekkert sem hjálpað getur Halldóri. Kveðja: Baldur Andrésson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Smám saman rifjast 18.mars 2003 upp fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Svartur dagur. Þá urðu smásamtöl milli skrifstofumanna og ráðherra að smásímtali til Bandaríkjanna. Í önn Halldórs þennan dag og lasleika Davíðs fæddist ný utanríkisstefna á Íslandi, ný stoð fyrir eyðileggingarstríð gegn Írökum. Þetta var þó af þeim félögum talið slíkt smámál að ekki var metið til minnismiða, né heldur greindu þeir samherjum sínum frá bralli sínu og símamasi. Svo varð styrjöld. Halldóri minnir að hann hafi aðallega samþykkt stríðsafnot af Keflavíkurvelli - eða var það nokkrum vikum fyrr sem það gerðist? Ennfremur að vilja styðja uppbyggingu í Írak ef til stríðs kæmi,ef þess yrði þá þörf. Með fyrirhöfn rifjar hann upp þann vilja sinn að forseti Íraks færi frá völdum. Annað man Halldór ekki gjörla frá annadeginum 18.mars. Löngu seinna heyrði Halldór um einhvern lista. Listinn var ekki hans mál rifjar Halldór upp. Einhverjir aðrir sömdu listann ! Og settu hann á CNN ! Nokkrum vikum seinna sýndi Davíð þá hreysti að segjast ekki harma þótt Sadam Hussein yrði fyrir kattarnef komið. Þá höfðu Bushdrengir einmitt sett fé til höfuðs forsetanum,honum skyldi náð lifandi eða helst dauðum. Á endanum var kallinn dreginn upp úr holu sinni. Sadam tórir enn, nú í fangaholu. Betur hefði hann orðið að kattarmat samkvæmt ósk Davíðs því mikill vandi er að ákæra og dæma þennan mann. Írak er nú sem kunnugt er löglaust samfélag og því án dómsstóla. Varla sæmir að senda Sadam í hóp götustrákanna,sem pyntaðir eru í löglaust í Guantanamo. Enn er réttarhöldum yfir Sadam nú frestað um ár í voninni að hann drepist. Alls ekki má nefna Alþjóðastríðsglæpadómsstól, stofnun sem Rumsfeld óttast manna mest. Matröð Rumsfelds er að verða þar klefafélagi Sadams og að alþjóðaglæpalög virki. Amnesian er alvarleg því gleymst hefur sjálf veraldardeilan í mars 2003, deilan um það hvort grundvöllur væntanlegar innrásar, gereyðingarvopn og meint hryðjuverkahreiður í Írak væri argasti lygauppspuni eða sannleikur. Aldrei gat líf eða dauði einnar persónu orðið orsök að eyðileggingarstríði sem sýnt var að mundi skaða milljónir manna. En í minningarbrotum Halldórs Ásgrímssonar skín aðeins á eitt þeirra: Sadam Hussein. Þannig ruglar Halldór saman í höfði sér persónulegri hefndarþráhyggju Bushfeðga og því málefni, sem réttlæta átti heilan styrjaldarrekstur gegn fullvalda þróunarlandi. Er þetta nýr minnisruglingur hjá Halldóri Ásgrímssyni eða upphaflegur miskilningur hans? Engir minnismiðar finnast, enginn stafkrókur, ekkert sem hjálpað getur Halldóri. Kveðja: Baldur Andrésson
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun