Erlent

Danskur ráðherra segir af sér

Ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í Danmörku sagði af sér í morgun vegna eigin peningavandræða. Ráðherranum, Henriette Kjær, og eiginmanni hennar hafði margoft verið fyrirskipað af dómstóli í Kaupmannahöfn að borga upp vangreitt lán fyrir húsgagnakaupum upp á rúmlega 600 þúsund íslenskar krónur, en aldrei farið eftir því. Eftir að fjölmimðlar í Danmörku komust svo í málið og greindu frá því opinberlega í gær sá Kjær sig tilneydda til að segja af sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×