Erlent

Bandaríkjamenn segjast saklausir

Embættismaður í Íran sagði á fjórða tímanum að ástæða sprengingar sem varð í landinu fyrr í dag sé sú að verið sé að byggja stíflu á svæðinu. Vitni á staðnum fullyrtu í fyrstu að sprengju hefði verið skotið úr flugvél á autt svæði nærri borginni Dailam í suðurhluta Írans. Kjarnorkuver er í námunda við svæðið og óttuðust margir hið versta. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði snarlega eftir að fréttir bárust af sprengingunni. Ríkissjónvarpið í Íran sagði síðan að sprengingin hefði orðið vegna þess að eldsneytistankur hefði losnað af íranskri flugvél. Skömmu síðar barst svo yfirlýsing frá öryggissveitum í Íran þar sem fullyrt var að hvorug þessara skýringa væri rétt. Ljóst er því að menn greinir á um hvað olli sprengingunni, en hvorki Bandaríkjamenn né Ísraelar segjast hafa komið nálægt sprengingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×