Erlent

Leita til alþjóðasamfélagsins

Líbanar ætla að leita til alþjóðlegra sérfræðinga við rannsókn á sprengjuárásinni sem drap Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra í landinu, auk fimmtán annarra á mánudaginn. Hart hefur verið þrýst á líbönsk stjórnvöld um að fá alþjóðasamfélagið í málið og nú hafa þau orðið við því. Hariri var pólitíkus með persónutöfra og var afar dáður af löndum sínum. Hann stýrði Líbanon út úr blóðugri borgarastyrjöld og var forsætisráðherra landsins í tíu ár. Í dag flykktust íbúar landsins út á götur Beirút til að fylgja Hariri síðasta spölinn. Það er til marks um vinsældir hans að þar var að sjá fulltrúa allra trú- og þjóðarbrota landsins. Margir létu í ljósi reiði og bölsótuðust út í Sýrlendinga sem eru grunaðir um að hafa staðið að árásinni sem varð Hariri og fjórtán öðrum að bana. Atgangurinn varð svo mikill að aðstandendur Hariris komust varla að kistunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×