Óveður á landinu í dag 16. febrúar 2005 00:01 Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. Allsherjarringulreið myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem veðurofsinn var slíkur að ekki var hægt að leggja farþegaþotum flugfélaganna við landgangana. Farþegar vélar Icelandair frá Boston urðu að bíða í rúmar tvær klukkustundir í vélinni eftir að hún lenti. Vindhraðinn var um tuttugu og fimm metrar á sekúndu. Millilandaflugið var allt úr skorðum fyrri part dags og hófst ekki aftur fyrr en síðdegis. Allar morgunvélarnar eru farnar af stað og áætlunarferðum síðdegis seinkaði velflestum um nokkrar klukkustundir. Ástandið í innalandsfluginu var síst betra. Það lá niðri fram eftir öllum degi og undir kvöld var ferðum til Hafnar, Ísafjarðar, Vestmannaeyja og Bíldudals aflýst. Kanna á flug til Akureyrar og Egilstaða upp úr klukkan átta. Dýrvitlaust veður var víða á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Hellisheiðinni var til að mynda lokað, enda bæði fljúgandi hálka og blint þar. Undir hádegi fór aðeins að lægja en þó var víða ekkert ferðaveður. Á Hellisheiðinni var ástandið á tólfta tímanum raunar verra en fyrr um morguninn. Varla mátti greina vegstikurnar sem voru einu vísbendingarnar um hvar veginn var að finna. Nokkrir bílar fóru út af veginum, bæði á heiðinni og í Þrengslunum. Björgunarsveit úr Hveragerði var send til að aðstoða fólk sem sat í bílum sínum og komst hvergi. Viðmælendur fréttastofunnar á Litlu kaffistofunni sögðu blindbyl hafa verið þar í morgun og þurfti fólk að bíða þar í allt að tvær klukkustundir þangað til opnað var fyrir umferð yfir heiðina. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði en engar fregnir hafa borist af alvarlegum óhöppum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Allt flug til og frá landinu fór úr skorðum, innanlandsflug lá niðri og nánast óökufært var utan þéttbýlis á sunnanverðu landinu í dag þegar mikið hvassviðri og snjókoma gekk yfir. Allsherjarringulreið myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun þar sem veðurofsinn var slíkur að ekki var hægt að leggja farþegaþotum flugfélaganna við landgangana. Farþegar vélar Icelandair frá Boston urðu að bíða í rúmar tvær klukkustundir í vélinni eftir að hún lenti. Vindhraðinn var um tuttugu og fimm metrar á sekúndu. Millilandaflugið var allt úr skorðum fyrri part dags og hófst ekki aftur fyrr en síðdegis. Allar morgunvélarnar eru farnar af stað og áætlunarferðum síðdegis seinkaði velflestum um nokkrar klukkustundir. Ástandið í innalandsfluginu var síst betra. Það lá niðri fram eftir öllum degi og undir kvöld var ferðum til Hafnar, Ísafjarðar, Vestmannaeyja og Bíldudals aflýst. Kanna á flug til Akureyrar og Egilstaða upp úr klukkan átta. Dýrvitlaust veður var víða á sunnanverðu landinu fram eftir degi. Hellisheiðinni var til að mynda lokað, enda bæði fljúgandi hálka og blint þar. Undir hádegi fór aðeins að lægja en þó var víða ekkert ferðaveður. Á Hellisheiðinni var ástandið á tólfta tímanum raunar verra en fyrr um morguninn. Varla mátti greina vegstikurnar sem voru einu vísbendingarnar um hvar veginn var að finna. Nokkrir bílar fóru út af veginum, bæði á heiðinni og í Þrengslunum. Björgunarsveit úr Hveragerði var send til að aðstoða fólk sem sat í bílum sínum og komst hvergi. Viðmælendur fréttastofunnar á Litlu kaffistofunni sögðu blindbyl hafa verið þar í morgun og þurfti fólk að bíða þar í allt að tvær klukkustundir þangað til opnað var fyrir umferð yfir heiðina. Þá var illviðri á Holtavörðuheiði og þungfært um Steingrímsfjarðarheiði en engar fregnir hafa borist af alvarlegum óhöppum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira