Erlent

ESB-baráttan að hefjast

Baráttan fyrir því að fá stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkta er að hefjast fyrir alvöru. Á sunnudaginn kjósa Spánverjar um stjórnarskrána, fyrstir allra Evrópuþjóða. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, heimsótti Spán í gær til þess að hvetja þarlenda stjórnmálamenn til dáða í báráttunni fyrir að fá stjórnarskrána samþykkta.  Kannanir benda til þess að spænska þjóðin muni samþykkja hana en þó að svo fari er björninn langt í frá unninn hjá evrópusinnum því minnst átta önnur lönd ætla að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána. Sérstaklega er talið að það verði erfiðleikum bundið að fá almenning í Bretlandi og Danmörku til þess að samþykkja hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×