Erlent

Sharon ekki ákærður

Engin ákæra verður gefin út á hendur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, vegna spillingarmáls sem allt leit út fyrir að gæti bundið enda á stjórnmálaferil hans. Sonur Sharons starfaði um hríð fyrir ísraelskan kaupsýslumann sem meðal annars var sakaður um að hafa borið fé í feðgana í von um að þeir liðkuðu fyrir viðskiptum erlendis. Ríkissaksóknari Ísraels hefur um hríð haft málið til rannsóknar en greindi fyrir stundu frá því að Sharon yrði ekki ákærður vegna aðildar sinnar að málinu. Hins vegar er talið líklegt að sonur Sharons verði ákærður fyrir ólöglega fjármögnun í kosningabaráttu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×