Þrír endar hjá Verzlingum! 18. febrúar 2005 00:01 Það verður seint sagt um sýninguna Welcome to the Jungle að hún sé dæmigerð eða fyrirsjáanleg og oft er dansað á línunni hvað ýmsa hluti varðar, án þess þó að farið sé yfir hana. Eitt af því sem ekki samræmist almennum leikhúsvenjum er að á söngleiknum eru þrír endar, góður, slæmur og pólitískur endir. Fljótlega eftir hlé eru áhorfendur spurðir hvaða endi þeir vilja helst sjá og fer það eftir lófataki og fagnaðarópum hvaða endir er notaður hverju sinni. Áhorfendur hafa því sitt að segja um framvindu sýningarinnar og má segja að þeir ráði örlögum persónanna á sviðinu. Agnar Jón, leikstjóri og handritshöfundur sýningarinnar, er óhræddur við að feta ótroðnar slóðir og koma fólki í opna skjöldu og var hugmyndin um hina þrjá mismunandi enda ekki opinberuð fyrr en á frumsýningardag. Nokkrum klukkustundum fyrir sýningu var tveimur manneskjum úr lokaatriðinu sagt frá því að það ætti að nota annan endi en æfður hafði verið. Viðbrögð hinna 50 krakkanna á sviðinu við þessari óvæntu uppákomu voru því ósvikin og þegar það leit út fyrir að um leiksigur væri að ræða voru það einungis mannleg viðbrögð sem réðu ferðinni.Welcome to the jungle er á margan hátt bæði djörf og óhefluð sýning en þó hangir hún saman á traustum grunni og sögu sem lætur engan ósnortinn. Það er því um að gera fyrir þá sem vilja gera sér dagamun að tryggja sér sæti sem fyrst og kíkja á stykkið í Loftkastalanum. Leikhús Skóla - og menntamál Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það verður seint sagt um sýninguna Welcome to the Jungle að hún sé dæmigerð eða fyrirsjáanleg og oft er dansað á línunni hvað ýmsa hluti varðar, án þess þó að farið sé yfir hana. Eitt af því sem ekki samræmist almennum leikhúsvenjum er að á söngleiknum eru þrír endar, góður, slæmur og pólitískur endir. Fljótlega eftir hlé eru áhorfendur spurðir hvaða endi þeir vilja helst sjá og fer það eftir lófataki og fagnaðarópum hvaða endir er notaður hverju sinni. Áhorfendur hafa því sitt að segja um framvindu sýningarinnar og má segja að þeir ráði örlögum persónanna á sviðinu. Agnar Jón, leikstjóri og handritshöfundur sýningarinnar, er óhræddur við að feta ótroðnar slóðir og koma fólki í opna skjöldu og var hugmyndin um hina þrjá mismunandi enda ekki opinberuð fyrr en á frumsýningardag. Nokkrum klukkustundum fyrir sýningu var tveimur manneskjum úr lokaatriðinu sagt frá því að það ætti að nota annan endi en æfður hafði verið. Viðbrögð hinna 50 krakkanna á sviðinu við þessari óvæntu uppákomu voru því ósvikin og þegar það leit út fyrir að um leiksigur væri að ræða voru það einungis mannleg viðbrögð sem réðu ferðinni.Welcome to the jungle er á margan hátt bæði djörf og óhefluð sýning en þó hangir hún saman á traustum grunni og sögu sem lætur engan ósnortinn. Það er því um að gera fyrir þá sem vilja gera sér dagamun að tryggja sér sæti sem fyrst og kíkja á stykkið í Loftkastalanum.
Leikhús Skóla - og menntamál Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira