Ford Focus með ýmsum nýjungum 19. febrúar 2005 00:01 Nýlega kynnti Brimborg nýjan Ford Focus. Í hann hefur verið bætt ýmsum búnaði sem ekki var í fyrirrennaranum, auk þess sem bíllinn hefur fengið andlitslyftingu. Ford Focus hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir um sex árum. Það er ekki að ástæðulausu því hér er á ferðinni einstaklega aðgengilegur og nýtilegur bíll, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í nýja Focusinn er þægileg og að hluta rafstýrð sætastilling. Sömuleiðis má stilla stýrið á handhægan hátt þannig að á augabragði getur nýr ökumaður komið sér fyrir eins og best er á kosið. Mælaborðið allt, útvarp og miðstöð/loftkæling eru aðgengileg og með látlausu útliti. Innréttingarnar í bílnum eru raunar allar í látlausari kantinum en þó massífari og með vandaðra yfirbragði en í fyrirrennaranum. Meðal þess sem vekur athygli í nýja Focusnum er ESP-stöðugleikastýrikerfið og spólvörnin, sem er viðbót miðað við eldri bílinn. Þetta eru eiginleikar sem auka mjög á öryggi og gera Focusinn að áhugaverðum kosti í sínum verð- og stærðarflokki. Upphituð sæti eru staðalbúnaður í Focusnum nema í Ambiente bílnum og er hægt að stilla hitastigið eftir smekk hvers og eins. Reyndur var Trend-bíll, Wagon með 1,6 bensínvél. Bíllin var skemmtilegur og ágætlega krafmikill og sprækur. Rýmið í bílnum er gott, nóg pláss fyrir alla, bæði fram í og aftur í, og farangursrýmið bæði stórt og aðgengilegt. Fjöldamargar útfærslur eru fáanlegar á Ford Focus, sjálfskiptar og beinskiptar, bensín og dísil. Verðið er frá 1.720.000 fyrir beinskiptan þriggja dyra Ambiente með 1,4 vél upp í 2.710.000 fyrir Titanium 2,0 TDCi fimm dyra dísilbíl sem er beinskiptur sex gíra. steinunn@frettabladid.is Bílar Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Nýlega kynnti Brimborg nýjan Ford Focus. Í hann hefur verið bætt ýmsum búnaði sem ekki var í fyrirrennaranum, auk þess sem bíllinn hefur fengið andlitslyftingu. Ford Focus hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað fyrir um sex árum. Það er ekki að ástæðulausu því hér er á ferðinni einstaklega aðgengilegur og nýtilegur bíll, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Það fyrsta sem vekur athygli þegar sest er inn í nýja Focusinn er þægileg og að hluta rafstýrð sætastilling. Sömuleiðis má stilla stýrið á handhægan hátt þannig að á augabragði getur nýr ökumaður komið sér fyrir eins og best er á kosið. Mælaborðið allt, útvarp og miðstöð/loftkæling eru aðgengileg og með látlausu útliti. Innréttingarnar í bílnum eru raunar allar í látlausari kantinum en þó massífari og með vandaðra yfirbragði en í fyrirrennaranum. Meðal þess sem vekur athygli í nýja Focusnum er ESP-stöðugleikastýrikerfið og spólvörnin, sem er viðbót miðað við eldri bílinn. Þetta eru eiginleikar sem auka mjög á öryggi og gera Focusinn að áhugaverðum kosti í sínum verð- og stærðarflokki. Upphituð sæti eru staðalbúnaður í Focusnum nema í Ambiente bílnum og er hægt að stilla hitastigið eftir smekk hvers og eins. Reyndur var Trend-bíll, Wagon með 1,6 bensínvél. Bíllin var skemmtilegur og ágætlega krafmikill og sprækur. Rýmið í bílnum er gott, nóg pláss fyrir alla, bæði fram í og aftur í, og farangursrýmið bæði stórt og aðgengilegt. Fjöldamargar útfærslur eru fáanlegar á Ford Focus, sjálfskiptar og beinskiptar, bensín og dísil. Verðið er frá 1.720.000 fyrir beinskiptan þriggja dyra Ambiente með 1,4 vél upp í 2.710.000 fyrir Titanium 2,0 TDCi fimm dyra dísilbíl sem er beinskiptur sex gíra. steinunn@frettabladid.is
Bílar Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira