Erlent

Verður að þurrka út skæruliðahópa

Mahmoud Abbas verður að þurrka út palestínska skæruliðahópa. Þetta eru viðbrögð Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, við sjálfsmorðsárásinni á næturklúbb í Tel Aviv á föstudagskvöld. Fjórir fórust í árásinni. Sharon sagði einnig að engin hreyfing kæmist á viðræður áður en að Palestínumenn tækju til í eigin bakgarði. Hann sagði að Abbas yrði fyrst að herja á íslamska Jihad, sem skipulagði árásina, þrátt fyrir að hafa samþykkt að fylgja vopnahléi sem samið var um fyrr í þessum mánuði. Að öðrum kosti væru Ísraelsmenn tilneyddir að beita hersveitum sínum í baráttunni gegn skæruliðahópunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×