Menning

Hljóðrænt brjálæði á Íslandi

Miðvikudaginn 9. mars mun bandaríska rokksveitin Converge stíga á stokk í Tónlistarþróunarmiðstöðinni í Reykjavík. Converge kemur frá Boston og hefur verið starfandi í tæp 15 ár. Hún þykir ein af áhrifamestu óreiðurokkhljómsveitum sem völ er á í dag. Þetta er í annað sinn sem Converge leggur leið sína til landsins en hún lék á tónleikum í Iðnó í janúar á síðasta ári. Þrjár ungar íslenskar sveitir munu sjá um að verma lýðinn upp fyrir hið hljóðræna brjálæði sem Converge býður upp á. Það eru Myra, Fighting Shit og Drep. Þess má geta að platan You Fail Me, sem Converge gaf út á síðasta ári, var lofuð í hástert í Fréttablaðinu fyrr á þessu ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×