Í einangrun vegna nefbrots 6. mars 2005 00:01 Bobby Fischer var að eigin sögn varpað í einangrunarklefa í fangelsinu í Japan eftir átök við fangaverði sem lauk með því að hann nefbraut einn þeirra. Ástæðan var að honum var neitað um egg með matnum eins og aðrir fangar fá. Lögmaður Fischers ætlar að freista þess að fá vegabréf hans í hendur á morgun en það hefur verið í vörslu sendiráðs Íslands í rúma viku. Stuðningshópur Fischer fór í íslenska sendiráðið í Tókýó dag og áttti óformlegan upplýsingafund með Þórði Ægi Óskarssyni sendiherra. Var sendiherranum gert ljóst að á morgun myndi Suzuki, lögmaður Fischers, koma í sendiráðið með umboð til þess að taka við vegabréfi hans. Stuðningsmennirnir eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir því að íslensk stjórnvöld afhendi vegabréfið sem nú hefur verið í íslenska sendiráðinu í Tókýó í meira en viku. Eftir fundinn í sendiráðinu hélt stuðningshópurinn fund á hóteli sínu og skoðaði meðal annars á Netinu meðför Spaugstofunnar á ferð Sæma Rokk til Japans til að frelsa Fischer með dansskóna að leynivopni í farteskinu. Sæmundur heyrði loks í Fischer í dag eftir að hann hafði lokið fjögurra daga einangrunarvist í innflytjendafangelsinu. Fischer var settur í einangrun á miðvikudag á meðan Sæmundur beið í fordyri fangelsisins eftir að komast til fundar við vin sinn. Sæmundur segir að ástæðan fyrir refsingunni hafi verið, að sögn Fischers, beiðni hans um að fá egg með matnum eins og aðrir fangar. Þegar beiðni hans var hafnað með þjósti hafi komið til átaka milli hans og fangavarða. Þeir hafi ráðist á hann og hann barið frá sér. Sæmundur segir að Fischer hafi sent einn fangavörðinn nefbrotinn á sjúkrahús. Þar sem bandarísk stjórnvöld hyggjast ákæra Fischer fyrir skattalagabrot og krefjast framsals frá Japan á þeim grundvelli þykir stuðningsmönnum hans brýnt að íslensk stjórnvöld afhendi honum ferðavegabréfið tafarlaust, ella hafi útgáfa þess verið til einskis. Ljóst er að japönsk stjórnvöld fylgjast grannt með málinu sem þegar er orðið þeim til óþæginda. Japanskir fjölmiðlar hafa sýnt baráttu stuðningsmanna Fischers aukinn áhuga, meðal annars varð málið að forsíðufrétt í einu stærsta dagblaði Japans um helgina. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Bobby Fischer var að eigin sögn varpað í einangrunarklefa í fangelsinu í Japan eftir átök við fangaverði sem lauk með því að hann nefbraut einn þeirra. Ástæðan var að honum var neitað um egg með matnum eins og aðrir fangar fá. Lögmaður Fischers ætlar að freista þess að fá vegabréf hans í hendur á morgun en það hefur verið í vörslu sendiráðs Íslands í rúma viku. Stuðningshópur Fischer fór í íslenska sendiráðið í Tókýó dag og áttti óformlegan upplýsingafund með Þórði Ægi Óskarssyni sendiherra. Var sendiherranum gert ljóst að á morgun myndi Suzuki, lögmaður Fischers, koma í sendiráðið með umboð til þess að taka við vegabréfi hans. Stuðningsmennirnir eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir því að íslensk stjórnvöld afhendi vegabréfið sem nú hefur verið í íslenska sendiráðinu í Tókýó í meira en viku. Eftir fundinn í sendiráðinu hélt stuðningshópurinn fund á hóteli sínu og skoðaði meðal annars á Netinu meðför Spaugstofunnar á ferð Sæma Rokk til Japans til að frelsa Fischer með dansskóna að leynivopni í farteskinu. Sæmundur heyrði loks í Fischer í dag eftir að hann hafði lokið fjögurra daga einangrunarvist í innflytjendafangelsinu. Fischer var settur í einangrun á miðvikudag á meðan Sæmundur beið í fordyri fangelsisins eftir að komast til fundar við vin sinn. Sæmundur segir að ástæðan fyrir refsingunni hafi verið, að sögn Fischers, beiðni hans um að fá egg með matnum eins og aðrir fangar. Þegar beiðni hans var hafnað með þjósti hafi komið til átaka milli hans og fangavarða. Þeir hafi ráðist á hann og hann barið frá sér. Sæmundur segir að Fischer hafi sent einn fangavörðinn nefbrotinn á sjúkrahús. Þar sem bandarísk stjórnvöld hyggjast ákæra Fischer fyrir skattalagabrot og krefjast framsals frá Japan á þeim grundvelli þykir stuðningsmönnum hans brýnt að íslensk stjórnvöld afhendi honum ferðavegabréfið tafarlaust, ella hafi útgáfa þess verið til einskis. Ljóst er að japönsk stjórnvöld fylgjast grannt með málinu sem þegar er orðið þeim til óþæginda. Japanskir fjölmiðlar hafa sýnt baráttu stuðningsmanna Fischers aukinn áhuga, meðal annars varð málið að forsíðufrétt í einu stærsta dagblaði Japans um helgina.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira