Tugmilljarða munur á vaxtagreiðslu 6. mars 2005 00:01 Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. "Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá BN Bank í Noregi er verið að bjóða þar vexti á 20 ára lánum upp á 2,8 prósent. Þar eru engin stimpilgjöld, engin lántökugjöld, engin uppgreiðslugjöld, engar kvaðir um frekari viðskipti og engin verðtrygging," segir Gunnar Örn. Gunnar segir muninn sláandi þegar borin er saman greiðslubyrði norskra og íslenskra fjölskyldna á 850 milljarða skuldum heimilanna hér. "Vaxtabyrði norskra fjölskylda væri um 26 milljarðar króna á ári, en íslenskra um 79 milljarðar," segir hann og miðar við þá vexti sem hér eru í boði og verðtryggingu upp á 4 prósent. "Íslenskar fjölskyldur greiða 53 milljörðum meira en norskar. Þetta er rúmur milljarður á viku," segir Gunnar Örn. "Ef við gefum okkur að fjölskyldur hér séu um 80 þúsund þarf hver að afla um 100 þúsund króna í brúttótekjur á mánuði til að mæta því sem munar." Þá segir Gunnar Örn fráleitt að lífeyrissjóðir landsins geti ekki starfað í sama umhverfi og lífeyrissjóðir í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging er ekki fyrir hendi og vill að ríkisstjórnin skipi nefnd til að fara ofan í kjölinn á verðtryggingarmálum. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir ályktunina sem fram kom um afnám verðtryggingar á flokksþingi Framsóknar í lok síðasta mánaðar vel þess virði að skoða nánar, en verið sé að vinna úr og flokka margar ályktanir þingsins. "En ef við ætlum að fara fram með málið verðum við að sjálfsögðu að ná um það samkomulagi við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, því ekki er kveðið á um það í stjórnarsáttmála." Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. "Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá BN Bank í Noregi er verið að bjóða þar vexti á 20 ára lánum upp á 2,8 prósent. Þar eru engin stimpilgjöld, engin lántökugjöld, engin uppgreiðslugjöld, engar kvaðir um frekari viðskipti og engin verðtrygging," segir Gunnar Örn. Gunnar segir muninn sláandi þegar borin er saman greiðslubyrði norskra og íslenskra fjölskyldna á 850 milljarða skuldum heimilanna hér. "Vaxtabyrði norskra fjölskylda væri um 26 milljarðar króna á ári, en íslenskra um 79 milljarðar," segir hann og miðar við þá vexti sem hér eru í boði og verðtryggingu upp á 4 prósent. "Íslenskar fjölskyldur greiða 53 milljörðum meira en norskar. Þetta er rúmur milljarður á viku," segir Gunnar Örn. "Ef við gefum okkur að fjölskyldur hér séu um 80 þúsund þarf hver að afla um 100 þúsund króna í brúttótekjur á mánuði til að mæta því sem munar." Þá segir Gunnar Örn fráleitt að lífeyrissjóðir landsins geti ekki starfað í sama umhverfi og lífeyrissjóðir í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging er ekki fyrir hendi og vill að ríkisstjórnin skipi nefnd til að fara ofan í kjölinn á verðtryggingarmálum. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir ályktunina sem fram kom um afnám verðtryggingar á flokksþingi Framsóknar í lok síðasta mánaðar vel þess virði að skoða nánar, en verið sé að vinna úr og flokka margar ályktanir þingsins. "En ef við ætlum að fara fram með málið verðum við að sjálfsögðu að ná um það samkomulagi við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, því ekki er kveðið á um það í stjórnarsáttmála."
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira