Tugmilljarða munur á vaxtagreiðslu 6. mars 2005 00:01 Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. "Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá BN Bank í Noregi er verið að bjóða þar vexti á 20 ára lánum upp á 2,8 prósent. Þar eru engin stimpilgjöld, engin lántökugjöld, engin uppgreiðslugjöld, engar kvaðir um frekari viðskipti og engin verðtrygging," segir Gunnar Örn. Gunnar segir muninn sláandi þegar borin er saman greiðslubyrði norskra og íslenskra fjölskyldna á 850 milljarða skuldum heimilanna hér. "Vaxtabyrði norskra fjölskylda væri um 26 milljarðar króna á ári, en íslenskra um 79 milljarðar," segir hann og miðar við þá vexti sem hér eru í boði og verðtryggingu upp á 4 prósent. "Íslenskar fjölskyldur greiða 53 milljörðum meira en norskar. Þetta er rúmur milljarður á viku," segir Gunnar Örn. "Ef við gefum okkur að fjölskyldur hér séu um 80 þúsund þarf hver að afla um 100 þúsund króna í brúttótekjur á mánuði til að mæta því sem munar." Þá segir Gunnar Örn fráleitt að lífeyrissjóðir landsins geti ekki starfað í sama umhverfi og lífeyrissjóðir í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging er ekki fyrir hendi og vill að ríkisstjórnin skipi nefnd til að fara ofan í kjölinn á verðtryggingarmálum. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir ályktunina sem fram kom um afnám verðtryggingar á flokksþingi Framsóknar í lok síðasta mánaðar vel þess virði að skoða nánar, en verið sé að vinna úr og flokka margar ályktanir þingsins. "En ef við ætlum að fara fram með málið verðum við að sjálfsögðu að ná um það samkomulagi við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, því ekki er kveðið á um það í stjórnarsáttmála." Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. "Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá BN Bank í Noregi er verið að bjóða þar vexti á 20 ára lánum upp á 2,8 prósent. Þar eru engin stimpilgjöld, engin lántökugjöld, engin uppgreiðslugjöld, engar kvaðir um frekari viðskipti og engin verðtrygging," segir Gunnar Örn. Gunnar segir muninn sláandi þegar borin er saman greiðslubyrði norskra og íslenskra fjölskyldna á 850 milljarða skuldum heimilanna hér. "Vaxtabyrði norskra fjölskylda væri um 26 milljarðar króna á ári, en íslenskra um 79 milljarðar," segir hann og miðar við þá vexti sem hér eru í boði og verðtryggingu upp á 4 prósent. "Íslenskar fjölskyldur greiða 53 milljörðum meira en norskar. Þetta er rúmur milljarður á viku," segir Gunnar Örn. "Ef við gefum okkur að fjölskyldur hér séu um 80 þúsund þarf hver að afla um 100 þúsund króna í brúttótekjur á mánuði til að mæta því sem munar." Þá segir Gunnar Örn fráleitt að lífeyrissjóðir landsins geti ekki starfað í sama umhverfi og lífeyrissjóðir í nágrannalöndunum þar sem verðtrygging er ekki fyrir hendi og vill að ríkisstjórnin skipi nefnd til að fara ofan í kjölinn á verðtryggingarmálum. Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir ályktunina sem fram kom um afnám verðtryggingar á flokksþingi Framsóknar í lok síðasta mánaðar vel þess virði að skoða nánar, en verið sé að vinna úr og flokka margar ályktanir þingsins. "En ef við ætlum að fara fram með málið verðum við að sjálfsögðu að ná um það samkomulagi við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, því ekki er kveðið á um það í stjórnarsáttmála."
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira