Erlent

Stjórnmálaleiðtogar segja af sér

Stjórnmálaleiðtogar víða um heim segja nú af sér hver á fætur öðrum. Forseti Bólívíu hefur ákveðið að segja af sér í dag í kjölfar mikillar gagnrýni fyrir slaka stefnu í efnahagsmálum. Undanfarna daga hefur almenningur safnast saman á götum úti og farið fram á afsögn hans.  Í nótt sagði fjármálaráðherra Suður-Kóreu af sér vegna ásakana um að hann og kona hans hefðu brotið lög við kaup á fasteignum. Forsætisráðherra landsins hefur samþykkt afsögnina.  Þá greina fjölmiðlar í Hong Kong einnig frá því að leiðtogi þeirra hafi ákveðið að segja af sér. Hann hefur verið gagnrýndur harkalega undanfarin ár fyrir að hafa farið illa með efnahag lands síns og fyrir alvarleg mistök af ýmsu tagi. Búist er við formlegri afsögn hans síðar í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×