Erlent

Hálfkák hjá Sýrlendingum

Bandaríkjamenn segja að brottfluttningur hluta af herliði Sýrlendinga frá Líbanon sé ekkert annað en hálfkák. Talsmaður Hvíta hússins í Washington sagði í gærkvöldi að Bandaríkjamenn litu á það sem hálfkák að aðeins ætti að fara með hluta herliðsins burt í fyrstu og að ekki skuli enn hafa verið tilgreint hvenær allur fjórtán þúsund manna heraflinn fari frá Líbanon. Utanríkisráðherra Ísraels tók í gær í sama streng og sagði einnig rétt að afvopna skæruliðasamtök eins og Hizzbollah. Meira en sjötíu þúsund manns söfnuðust saman á götum Beirút í gær til þess að krefjast brottfluttnings alls herafla Sýrlands. Hizzbollah-samtökin hafa boðað til fjöldamótmæla í dag þar sem á að mótmæla afskiptum útlendinga af Líbanon. Óttast er að til átaka kunni að koma á milli fylkinganna tveggja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×