Fischer: Yfirvöldum verður stefnt 8. mars 2005 00:01 Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. Masako Suzuki, lögmaður Fischers, fór í japanska dómsmálaráðuneytið í morgun og bað um fund með fulltrúum þess þar sem þess verður krafist að skákmeistaranum verði sleppt lausum úr innflytjendabúðunum þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Hún vonast eftir formlegu svari ráðuneytisins á morgun. Suzuki fékk vegabréf Fischers í hendur í gær og gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus ekki seinna en á morgun, 9. mars, á 62 ára afmælisdegi hans. Ekki er hins vegar útlit fyrir að það verði að veruleika ef marka má upplýsingar sem bárust í morgun frá japanska dómsmálaráðuneytinu. Reuters-fréttastofan hefur það eftir fulltrúa ráðuneytisins að enn sé langt í að Fischer verði leystur úr haldi. Fulltrúinn segir að þrátt fyrir íslenskt vegabréf hafi engar breytingar orðið á á aðstæðum Fischers og að skilyrði fyrir brottför hans frá Japan séu því enn ekki til staðar. John Bosnitch, helsti stuðningsmaður Fischers í Japan, segir að nú sé nóg komið. Verði Fischer ekki látinn laus fyrir föstudag, þá verði heiminum gert það ljóst að honum var rænt. Hann segir engan lagalegan grundvöll fyrir því að hafa hann í haldi og hann telur öll skilyrði til staðar til þess að sleppa honum lausum. Bosnitch segir ljóst að japönsk yfirvöld haldi Fischer í bága við lög. Verði ekki orðið við þeirri kröfu að veita honum frelsi til að fara til Íslands verður japönskum og bandarískum yfirvöldum tafarlaust stefnt. Bosnitch segir einnig að mótmæli verði skipulögð við sendiráð Japans víða um heim í þeim tilgangi að vekja viðbrögð almennings við illri meðferð á skákmeistaranum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan. Masako Suzuki, lögmaður Fischers, fór í japanska dómsmálaráðuneytið í morgun og bað um fund með fulltrúum þess þar sem þess verður krafist að skákmeistaranum verði sleppt lausum úr innflytjendabúðunum þar sem hann hefur verið í haldi undanfarna átta mánuði. Hún vonast eftir formlegu svari ráðuneytisins á morgun. Suzuki fékk vegabréf Fischers í hendur í gær og gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus ekki seinna en á morgun, 9. mars, á 62 ára afmælisdegi hans. Ekki er hins vegar útlit fyrir að það verði að veruleika ef marka má upplýsingar sem bárust í morgun frá japanska dómsmálaráðuneytinu. Reuters-fréttastofan hefur það eftir fulltrúa ráðuneytisins að enn sé langt í að Fischer verði leystur úr haldi. Fulltrúinn segir að þrátt fyrir íslenskt vegabréf hafi engar breytingar orðið á á aðstæðum Fischers og að skilyrði fyrir brottför hans frá Japan séu því enn ekki til staðar. John Bosnitch, helsti stuðningsmaður Fischers í Japan, segir að nú sé nóg komið. Verði Fischer ekki látinn laus fyrir föstudag, þá verði heiminum gert það ljóst að honum var rænt. Hann segir engan lagalegan grundvöll fyrir því að hafa hann í haldi og hann telur öll skilyrði til staðar til þess að sleppa honum lausum. Bosnitch segir ljóst að japönsk yfirvöld haldi Fischer í bága við lög. Verði ekki orðið við þeirri kröfu að veita honum frelsi til að fara til Íslands verður japönskum og bandarískum yfirvöldum tafarlaust stefnt. Bosnitch segir einnig að mótmæli verði skipulögð við sendiráð Japans víða um heim í þeim tilgangi að vekja viðbrögð almennings við illri meðferð á skákmeistaranum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira