Taugatitringur innan Árvakurs 11. mars 2005 00:01 Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir. Núna segja menn að ekkert sé heilagt í íslenskum viðskiptum lengur þegar reynd er óvinveitt yfirtaka á Morgunblaðinu. Árvakur, sem á Morgunblaðið, hefur verið í eigu fárra hluthafa alla tíð, fjölskyldna sem í meira en áttatíu ár hafa gengið í takt. Það er, þangað til nú. Nýlega seldi Johnson-fjölskyldan tíu prósenta hlut í Árvakri og keypti Kristinn Björnsson og fjölskylda. Johnson-fjölskyldan geymdi sín hlutabréf í félaginu sem Kristinn og fjölskylda keyptu og komust þannig hjá forkaupsréttarákvæðum sem annars gilda milli hluthafa. Nú ætlar Haraldur Sveinsson að selja sín sextán prósent. Hann fékk tilboð í nafni Íslandsbanka - að sögn mjög gott - og samþykkti það. Þeir sem standa að tilboðinu eru Meiður - félaga Bakkavararbræðra -, Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Meiðs, og bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir - kenndir við Sjóvá, Íslandsbanka og gamla Kolkrabbann. Þessu tilboði hefur verið lýst sem tilraun til óvinveittrar yfirtöku, m.a. á fundi Hallgríms Geirssonar framkvæmdastjóra með starfsmönnum Morgunblaðsins í gær. Sagði Hallgrímur í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið reglulegur fundur með starfsmönnum og eðlilegt að skýra þeim frá breytingum á eignarhaldi. Þótt tilboðið til Haraldar hafi verið gott er þegar ljóst að ákveðnir hluthafar ætla að mæta því og nýta forkaupsréttinn. Þeir líta svo á að Valtýr hf., félag afkomenda Valtýs Stefánssonar, sé í samstarfi við hina svokölluðu óvinveittu tilboðsgjafa. Þeir fjölmörgu sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja augljóst að bæta þurfi rekstur Morgunblaðsins og nauðsynlegt að styrkja lýðræðislega fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi. Því sé nú slegist um Moggann. Talað hefur verið um að þegar Bakkavararbræður hafi keypt Símann muni þeir búa til mótvægi við Baugsveldið með sameiningu Símans, Skjás Eins og Morgunblaðsins. Þetta hljómar allt vel og sniðuglega en hefur alls ekki fengist staðfest í dag. Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir. Núna segja menn að ekkert sé heilagt í íslenskum viðskiptum lengur þegar reynd er óvinveitt yfirtaka á Morgunblaðinu. Árvakur, sem á Morgunblaðið, hefur verið í eigu fárra hluthafa alla tíð, fjölskyldna sem í meira en áttatíu ár hafa gengið í takt. Það er, þangað til nú. Nýlega seldi Johnson-fjölskyldan tíu prósenta hlut í Árvakri og keypti Kristinn Björnsson og fjölskylda. Johnson-fjölskyldan geymdi sín hlutabréf í félaginu sem Kristinn og fjölskylda keyptu og komust þannig hjá forkaupsréttarákvæðum sem annars gilda milli hluthafa. Nú ætlar Haraldur Sveinsson að selja sín sextán prósent. Hann fékk tilboð í nafni Íslandsbanka - að sögn mjög gott - og samþykkti það. Þeir sem standa að tilboðinu eru Meiður - félaga Bakkavararbræðra -, Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Meiðs, og bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir - kenndir við Sjóvá, Íslandsbanka og gamla Kolkrabbann. Þessu tilboði hefur verið lýst sem tilraun til óvinveittrar yfirtöku, m.a. á fundi Hallgríms Geirssonar framkvæmdastjóra með starfsmönnum Morgunblaðsins í gær. Sagði Hallgrímur í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið reglulegur fundur með starfsmönnum og eðlilegt að skýra þeim frá breytingum á eignarhaldi. Þótt tilboðið til Haraldar hafi verið gott er þegar ljóst að ákveðnir hluthafar ætla að mæta því og nýta forkaupsréttinn. Þeir líta svo á að Valtýr hf., félag afkomenda Valtýs Stefánssonar, sé í samstarfi við hina svokölluðu óvinveittu tilboðsgjafa. Þeir fjölmörgu sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja augljóst að bæta þurfi rekstur Morgunblaðsins og nauðsynlegt að styrkja lýðræðislega fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi. Því sé nú slegist um Moggann. Talað hefur verið um að þegar Bakkavararbræður hafi keypt Símann muni þeir búa til mótvægi við Baugsveldið með sameiningu Símans, Skjás Eins og Morgunblaðsins. Þetta hljómar allt vel og sniðuglega en hefur alls ekki fengist staðfest í dag.
Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira