Taugatitringur innan Árvakurs 11. mars 2005 00:01 Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir. Núna segja menn að ekkert sé heilagt í íslenskum viðskiptum lengur þegar reynd er óvinveitt yfirtaka á Morgunblaðinu. Árvakur, sem á Morgunblaðið, hefur verið í eigu fárra hluthafa alla tíð, fjölskyldna sem í meira en áttatíu ár hafa gengið í takt. Það er, þangað til nú. Nýlega seldi Johnson-fjölskyldan tíu prósenta hlut í Árvakri og keypti Kristinn Björnsson og fjölskylda. Johnson-fjölskyldan geymdi sín hlutabréf í félaginu sem Kristinn og fjölskylda keyptu og komust þannig hjá forkaupsréttarákvæðum sem annars gilda milli hluthafa. Nú ætlar Haraldur Sveinsson að selja sín sextán prósent. Hann fékk tilboð í nafni Íslandsbanka - að sögn mjög gott - og samþykkti það. Þeir sem standa að tilboðinu eru Meiður - félaga Bakkavararbræðra -, Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Meiðs, og bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir - kenndir við Sjóvá, Íslandsbanka og gamla Kolkrabbann. Þessu tilboði hefur verið lýst sem tilraun til óvinveittrar yfirtöku, m.a. á fundi Hallgríms Geirssonar framkvæmdastjóra með starfsmönnum Morgunblaðsins í gær. Sagði Hallgrímur í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið reglulegur fundur með starfsmönnum og eðlilegt að skýra þeim frá breytingum á eignarhaldi. Þótt tilboðið til Haraldar hafi verið gott er þegar ljóst að ákveðnir hluthafar ætla að mæta því og nýta forkaupsréttinn. Þeir líta svo á að Valtýr hf., félag afkomenda Valtýs Stefánssonar, sé í samstarfi við hina svokölluðu óvinveittu tilboðsgjafa. Þeir fjölmörgu sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja augljóst að bæta þurfi rekstur Morgunblaðsins og nauðsynlegt að styrkja lýðræðislega fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi. Því sé nú slegist um Moggann. Talað hefur verið um að þegar Bakkavararbræður hafi keypt Símann muni þeir búa til mótvægi við Baugsveldið með sameiningu Símans, Skjás Eins og Morgunblaðsins. Þetta hljómar allt vel og sniðuglega en hefur alls ekki fengist staðfest í dag. Fjölmiðlar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir. Núna segja menn að ekkert sé heilagt í íslenskum viðskiptum lengur þegar reynd er óvinveitt yfirtaka á Morgunblaðinu. Árvakur, sem á Morgunblaðið, hefur verið í eigu fárra hluthafa alla tíð, fjölskyldna sem í meira en áttatíu ár hafa gengið í takt. Það er, þangað til nú. Nýlega seldi Johnson-fjölskyldan tíu prósenta hlut í Árvakri og keypti Kristinn Björnsson og fjölskylda. Johnson-fjölskyldan geymdi sín hlutabréf í félaginu sem Kristinn og fjölskylda keyptu og komust þannig hjá forkaupsréttarákvæðum sem annars gilda milli hluthafa. Nú ætlar Haraldur Sveinsson að selja sín sextán prósent. Hann fékk tilboð í nafni Íslandsbanka - að sögn mjög gott - og samþykkti það. Þeir sem standa að tilboðinu eru Meiður - félaga Bakkavararbræðra -, Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Meiðs, og bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir - kenndir við Sjóvá, Íslandsbanka og gamla Kolkrabbann. Þessu tilboði hefur verið lýst sem tilraun til óvinveittrar yfirtöku, m.a. á fundi Hallgríms Geirssonar framkvæmdastjóra með starfsmönnum Morgunblaðsins í gær. Sagði Hallgrímur í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið reglulegur fundur með starfsmönnum og eðlilegt að skýra þeim frá breytingum á eignarhaldi. Þótt tilboðið til Haraldar hafi verið gott er þegar ljóst að ákveðnir hluthafar ætla að mæta því og nýta forkaupsréttinn. Þeir líta svo á að Valtýr hf., félag afkomenda Valtýs Stefánssonar, sé í samstarfi við hina svokölluðu óvinveittu tilboðsgjafa. Þeir fjölmörgu sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja augljóst að bæta þurfi rekstur Morgunblaðsins og nauðsynlegt að styrkja lýðræðislega fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi. Því sé nú slegist um Moggann. Talað hefur verið um að þegar Bakkavararbræður hafi keypt Símann muni þeir búa til mótvægi við Baugsveldið með sameiningu Símans, Skjás Eins og Morgunblaðsins. Þetta hljómar allt vel og sniðuglega en hefur alls ekki fengist staðfest í dag.
Fjölmiðlar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira