Erlent

Fylgi Blairs meðal kvenna minnkar

Fylgi Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á meðal kvenna hefur dalað mjög frá því hann tók við embættinu árið 1997. Blair hefur hingað til verið mjög vinsæll hjá kvenkyns kjósendum en í könnun á fylgi bresku stjórnmálaflokkanna og leiðtoga þeirra sem birt var í dag sést minnkandi fylgi Blairs á meðal kvenþjóðarinnar svart á hvítu. Til að mynda vill þriðjungur hennar að forsætisráðherrann segi af sér strax í dag og aðeins 28% þeirra sem þátt tóku í könnuninni finnst Blair virka heiðarlegur. Fyrir átta árum sögðust hins vegar 54% kvenna skynja heiðarleika í fari ráðherrans. Þrátt fyrir þetta heldur Verkamannaflokkur Blairs enn meirihluta á breska þinginu samkvæmt könnuninni en tapar þó þingmönnum. Það er því á brattann að sækja hjá flokknum í aðdraganda kosninganna sem fram fara í maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×