Sissel komin til landsins 13. mars 2005 00:01 Norska söngkonan Sissel Kirkebö er komin til að sjá og sigra - eða þannig. Þessi vinsæla söngkona fór í það minnsta létt með að bræða íslenska blaðamenn í dag og mun án efa gera það sama á tónleikum í Háskólabíói í haust. Sissel er harðákveðin í að heilla okkur Íslendinga upp úr skónum á tónleikunum í haust. Þar mun hún koma fram ásamt fjölda íslenskra hljóðfæraleikara og taka lög sem spanna allan hennar fjölbreytta feril: popp, klassík og þjóðlagatónlist. Í kvöld ætlar Sissel hins vegar að hlýða á sinn gamla félaga frá Ólympíuleikunum í Lillehammer, Placido Domingo. Daginn í dag notaði hún í að skoða sig um á Þingvöllum, Gullfoss og Geysi og sagði það hafa verið stórkostlegt. Hún og samferðamenn hennar hafi séð hestahópa og hrósar hún íslenska hestinum mjög - þeir séu t.d. mjög skrafhreifnir og liturinn á þeim fallegur. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Ég frétti að Pacido yrði með tónleika hérna og mig langaði til að koma og tala við hann fyrir tónleikana og þá hugsaði ég: ég verð að fara, hitta Placido og fara á tónleikana,“ segir Sissel. Hún kveðst hafa heyrt mikið um Ísland hjá vinum sínum sem hafi heillast af náttúru landsins. „Það er mjög fallegt hérna. Þetta var dálítið eins og að koma heim,“ segir Sissel hin norska sem er farin að sakna fjallanna eftir fimmtán ára búsetu í Danmörku. Sissel segist þekkja örlítið til íslenskrar tónlistar, meðal annars kunni hún sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ á okkar ástkæra ylhýra og aldrei að vita nema hún taki fleiri íslensk lög á tónleikunum í lok september. Hún segist hlakka mikið til að vinna með íslenskum tónlistarmönnum því það sé mjög gaman að vinna með íbúum þeirra landa sem maður heimsæki. „Það sýnir okkur að tónlistin er alheimslæg. Það skiptir engu máli hvaðan maður er. Svona samvinna skapar sérstaka stemningu á tónleikum. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Sissel. Innlent Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Norska söngkonan Sissel Kirkebö er komin til að sjá og sigra - eða þannig. Þessi vinsæla söngkona fór í það minnsta létt með að bræða íslenska blaðamenn í dag og mun án efa gera það sama á tónleikum í Háskólabíói í haust. Sissel er harðákveðin í að heilla okkur Íslendinga upp úr skónum á tónleikunum í haust. Þar mun hún koma fram ásamt fjölda íslenskra hljóðfæraleikara og taka lög sem spanna allan hennar fjölbreytta feril: popp, klassík og þjóðlagatónlist. Í kvöld ætlar Sissel hins vegar að hlýða á sinn gamla félaga frá Ólympíuleikunum í Lillehammer, Placido Domingo. Daginn í dag notaði hún í að skoða sig um á Þingvöllum, Gullfoss og Geysi og sagði það hafa verið stórkostlegt. Hún og samferðamenn hennar hafi séð hestahópa og hrósar hún íslenska hestinum mjög - þeir séu t.d. mjög skrafhreifnir og liturinn á þeim fallegur. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Ég frétti að Pacido yrði með tónleika hérna og mig langaði til að koma og tala við hann fyrir tónleikana og þá hugsaði ég: ég verð að fara, hitta Placido og fara á tónleikana,“ segir Sissel. Hún kveðst hafa heyrt mikið um Ísland hjá vinum sínum sem hafi heillast af náttúru landsins. „Það er mjög fallegt hérna. Þetta var dálítið eins og að koma heim,“ segir Sissel hin norska sem er farin að sakna fjallanna eftir fimmtán ára búsetu í Danmörku. Sissel segist þekkja örlítið til íslenskrar tónlistar, meðal annars kunni hún sálminn „Allt eins og blómstrið eina“ á okkar ástkæra ylhýra og aldrei að vita nema hún taki fleiri íslensk lög á tónleikunum í lok september. Hún segist hlakka mikið til að vinna með íslenskum tónlistarmönnum því það sé mjög gaman að vinna með íbúum þeirra landa sem maður heimsæki. „Það sýnir okkur að tónlistin er alheimslæg. Það skiptir engu máli hvaðan maður er. Svona samvinna skapar sérstaka stemningu á tónleikum. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Sissel.
Innlent Lífið Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira