OPEC-ríkin auka olíuframleiðslu 16. mars 2005 00:01 OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu til að slá á síhækkandi olíuverð en aukningin hefur engin áhrif á olíumarkaði enn sem komið er. Dollarinn fellur enn fyrir vikið. Olíumálaráðherra OPEC tilkynntu í morgun að dælt yrði upp meiri olíu. Aukningin nemur tveimur prósentum, eða hálfri milljón fata á dag, en olíuverð nálgast nú óðfluga 55 dollara fyrir fatið á ný. Til greina kemur að auka framleiðsluna meira haldist verðið áfram svo hátt. Talsmenn OPEC segjast telja eðlilegt olíuverð vera á milli 40 og 50 dollarar á fatið og að stefnt sé að því að ná fram því verði. Olíuverð á Evrópumarkaði er engu að síður svipað og í gær og aðeins um tvo dollara frá sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi, því að OPEC-ríkin séu ekki fær um að framleiða mikið meiri olíu en nú er. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
OPEC-ríkin ætla að auka olíuframleiðslu til að slá á síhækkandi olíuverð en aukningin hefur engin áhrif á olíumarkaði enn sem komið er. Dollarinn fellur enn fyrir vikið. Olíumálaráðherra OPEC tilkynntu í morgun að dælt yrði upp meiri olíu. Aukningin nemur tveimur prósentum, eða hálfri milljón fata á dag, en olíuverð nálgast nú óðfluga 55 dollara fyrir fatið á ný. Til greina kemur að auka framleiðsluna meira haldist verðið áfram svo hátt. Talsmenn OPEC segjast telja eðlilegt olíuverð vera á milli 40 og 50 dollarar á fatið og að stefnt sé að því að ná fram því verði. Olíuverð á Evrópumarkaði er engu að síður svipað og í gær og aðeins um tvo dollara frá sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi, því að OPEC-ríkin séu ekki fær um að framleiða mikið meiri olíu en nú er.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira