Erlent

Rice ræddi um eiturlyf

„Bandaríkjamenn munu ekki yfirgefa Afganistan og íbúa landsins aftur,“ sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kabúl í dag og bætti við að Bandaríkin hefðu lært af því að gera þau mistök. Osama bin Laden kom sér fyrir í landinu og hóf undirbúning heilags stríðs á hendur Vesturlöndum. Þó að enn sé leitað að bin Laden í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans, og órói sé mikill í landinu, voru það ekki hryðjuverk sem voru efst á baugi á fundi Rice með Hamid Karzai, forseta Afganistans, í dag heldur eiturlyf. Rice sagði Bandaríkin hafa aukið verulega framlög til baráttunnar gegn eiturlyfjum og bresk stjórnvöld tvöfaldað þau. „Þetta er langtímavandamál og það er ekki bara á ábyrgð afgönsku þjóðarinnar að fást við það heldur einnig þeirra sem það bitnar á,“ sagði Rice og bætti við að Bandaríkin vinni með nágrönnum Afgana og öðrum í alþjóðasamfélaginu við að fást við þetta alvarlega vandamál Talið er að opíum sé um 60 prósent alls útflutnings frá Afganistan og valmúarækt er víða eini tekjumöguleikinn fyrir fátæka bændur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×