Erlent

Gjörbreytir hernaðarjafnvæginu

Aflétti Evrópusambandið vopnasölubanni sínu á Kína, gjörbreytir það hernaðarjafnvæginu í Asíu. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í morgun en hún er sem stendur í opinberri heimsókn í Kína. Bandaríkjamenn eru með mikinn her í nánd við Kína og óttast að stjórnvöld í Peking hafi í hyggju að kljást við Taívan. Rice vill ennfremur að kínversk stjórnvöld beiti áhrifum sínum til að fá ráðamenn í Norður-Kóreu til að setjast á ný við samningaborðið og ræða þar kjarnorkuvopnaáætlun sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×