Vilja rannsókn á viðskiptum banka 22. mars 2005 00:01 Þingmenn Vinstri-grænna vilja rannsókn á viðskiptum bankanna með lóðir og fasteignir - og hvort þeir brjóti lög með því að hafa byggingarverktaka á sínum snærum. Viðskiptaráðherra ætlar ekki að krefjast þess að bankarnir láti í té upplýsingar um fasteigna- og lóðakaup sín. Í lögum er kveðið á um að bankar skuli ekki sinna atvinnustarfsemi nema hún tengist starfsemi þeirra að öðru leyti. Fasteignaheildsala hefur þó verið mikið í umræðunni, ekki síst þegar Frjálsi fjárfestingarbankinn átti hæstu tilboð í lóðir við Bjarkarás í Garðabæ. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, spurði viðskiptaráðherra á Alþingi í dag hversu margar fasteignir væru skráðar í veðmálabækur sem eign fjármálafyrirtækja. Viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, sagðist í svari ekki hafa aðgang að þessum upplýsingum og Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu ekki viljað láta þær í té þar sem um einkamál væri að ræða. Málið var rætt í upphafi þingfundar í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, spurði hver væru rök fjármálafyrirtækjanna og viðskiptaráðuneytisins fyrir því að upplýsingarnar mættu ekki koma fram í dagsljósið - og svaraði sjálfur: „Engin.“ Valgerður sagði að Vinstri-grænir hefðu krafist þess að Fjármálaeftirlitið heyrði undir Alþingi til að koma í veg fyrir afskipti ráðherra. Nú krefðust þeir þess að hún segði eftirlitinu fyrir verkum. Hún sagði að þeir yrðu að átta sig á því að fyrirtækin í landinu hefðu ákveðið svigrúm fyrir starfsemi sína, án þess að það væri rætt á Alþingi. Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Þingmenn Vinstri-grænna vilja rannsókn á viðskiptum bankanna með lóðir og fasteignir - og hvort þeir brjóti lög með því að hafa byggingarverktaka á sínum snærum. Viðskiptaráðherra ætlar ekki að krefjast þess að bankarnir láti í té upplýsingar um fasteigna- og lóðakaup sín. Í lögum er kveðið á um að bankar skuli ekki sinna atvinnustarfsemi nema hún tengist starfsemi þeirra að öðru leyti. Fasteignaheildsala hefur þó verið mikið í umræðunni, ekki síst þegar Frjálsi fjárfestingarbankinn átti hæstu tilboð í lóðir við Bjarkarás í Garðabæ. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, spurði viðskiptaráðherra á Alþingi í dag hversu margar fasteignir væru skráðar í veðmálabækur sem eign fjármálafyrirtækja. Viðskiptaráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, sagðist í svari ekki hafa aðgang að þessum upplýsingum og Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu ekki viljað láta þær í té þar sem um einkamál væri að ræða. Málið var rætt í upphafi þingfundar í dag. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, spurði hver væru rök fjármálafyrirtækjanna og viðskiptaráðuneytisins fyrir því að upplýsingarnar mættu ekki koma fram í dagsljósið - og svaraði sjálfur: „Engin.“ Valgerður sagði að Vinstri-grænir hefðu krafist þess að Fjármálaeftirlitið heyrði undir Alþingi til að koma í veg fyrir afskipti ráðherra. Nú krefðust þeir þess að hún segði eftirlitinu fyrir verkum. Hún sagði að þeir yrðu að átta sig á því að fyrirtækin í landinu hefðu ákveðið svigrúm fyrir starfsemi sína, án þess að það væri rætt á Alþingi.
Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira